Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 25. 2019 | 18:00

Ryderinn 2026 fer fram á Írlandi

Ryder bikarskeppnin 2026 mun fara fram á Írlandi, nánar tiltekið Adare Manor, í Limerick.

Þetta er í fyrsta skipti sem Ryderinn fer fram á Adare Manor.

Ryderinn hefir aðeins einu sinni áður verið haldinn á Írlandi en það var árið 2006 þegar mótsstaðurinn var The K Club, nálægt Dublin.

Á Adare Manor, sem var mikið endurnýjað og gert upp fyrir tveimur árum, hafa m.a. mót á borð við Opna írska verið haldið (2007), mótið sem Padraig Harrington vann áður en hann krækti sér í tvo Opnu bresku titla í röð. Opna írska var svo aftur haldið í Adare Manor 2007, en í því móti sigraði Richard Finch triumphed.

Adare Manor hefir einnig verið mótsstaður JP McManus Pro-Am árin 2005 og 2010 og mótið á einnig að fara fram næsta júlí og hafa kylfingar á borð við Padraig Harrington, Rory McIlroy, Phil Mickelson, Jon Rahm, Justin Rose og Tiger Woods þegar staðfest þátttöku sína.