Japanski kylfingurinn Ryo Ishikawa, spilaði með Alþjóðaliðinu í Forsetabikarnum 2011 og tók þátt í Thailand Golf Championship í desember 2011.
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 27. 2011 | 14:00

Ryo Ishikawa tilkynnir um þátttöku í Thailand Golf Open

Japanska golfstjarnan Ryo Ishikawa hefir tilkynnt um þátttöku sína í lokamóti Asíutúrsins,  Thailand Golf Championship.
Mótið fer fram á Amata Spring Country Club í útjaðri Bankok, dagana 15-18. desember.
Meðal annarra þátttakenda í mótinu, þar sem aðalverðlaun eru $ 1 milljón eru Lee Westwood, Rory McIlroy og Darren Clarke .
Ryo sagði þegar hann hafði tilkynnt um þátttöku sína: „Ég er mjög spenntur að spila á Thailand Golf Championship mótinu. Margir af bestu kylfingum heims hafa staðfest þátttöku og ég er glaður að vera með.“