Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 3. 2014 | 09:30

Schwartzel gerir samning við IMG

PGA og European Tour kylfingurinn Charl Schwartzel hefir skrifað undir samning hjá umboðsskrifstofunni IMG.

Með samningnum mun IMG nú framvegis vera í umboðshlutverki og vinna markaðsvinnuna fyrir hinn 29 ára Suður-Afríkubúa (Schwartzel) sem fyrir 3 árum varð aðeins 3. Suður-Afríkubúinn til þess að sigra á The Masters.

„Mér finnst að IMG sé best staðsett til þess að sjá um viðskiptamál mín og vöxt þeirra bæði alþjóðlega og í Bandaríkjunum, á þessum mikilvæga tíma á ferli mínum,“ sagði Schwartzel m.a.

„Ég hlakka til að nýta mér alþjóðleg tengsl þeirra og reynslu.“

Meðal kylfinga sem notfært hafa sér þjónustu IMG umboðsskrifstofunnar í gegnum tíðina eru Annika Sörenstam, Colin Montgomerie, Gary Player og Arnold Palmer