Sérstæð púttstaða Michelle Wie
Athygli Golf1 var vakin á óvenjulegri púttstöðu Michelle Wie, í viðtali við Ernu Guðmundsdóttur, í Golfklúbbnum Mostra sem birtist kl. 20:00 hér í kvöld.
Erna mundi ekki nafnið á uppáhaldskvenkylfingi sínum, en sagði að hún púttaði mjög óvenjulega; hún beygði sig fram í 90° og hendurnar á henni litu út eins og kjúklingavængir. Erna taldi að kvenkylfingurinn væri frá Suður-Kóreu. Hér á Golf 1 er fylgst náið með kvennagolfinu, bæði á lands- og heimsvísu, en engin suður-kóreönsk sem kom í hugann við þessa lýsingu.
Erna sagði að hún og nokkrir úr GMS hefði reynt að stæla púttstöðu kylfingsins, en lítið hefði gengið.
Fyrir rest kom í ljós að Erna átti við Michelle Wie, sem á suður-kóreanskar rætur (báðir foreldrar þaðan) en er auðvitað bandarísk, þar sem hún fæddist á Hawaii; var með tvöfalt ríkisfang, en ákvað fyrir skemmstu að hún vildi fremur vera bandarísk.
Ef fylgst er með Michelle Wie á Opna bandaríska þá sést óvenjuleg púttstaða hennar og þegar „Michelle og pútt“ eru „googluð“ þá sést líka að púttstaða hennar hefir orðið ýmsum golffréttaritaranum tilefni til umfjöllunar.
Í Bandaríkjunum er púttstaða hennar kölluð „tabletop“ því Wie beygir sig svo fullkomlega í 90° þegar hún stendur yfir púttinu að bak hennar líkist borðplötu.
Hvað varð til þess að Wie tók upp svo drastíska breytingu á púttstöðu sinni 2013?
Árið 2012 var Wie komin niður í 119. sætið í púttmeðaltali og var að meðaltali yfir 31 pútti á hring (sem er auðvitað alltof mikið fyrir toppkylfing á heimsvísu). Wie reyndi að gera allskyns breytingar; reyndi að vera með magapútter (ens. belly putter) og reyndi claw gripið, en allt kom fyrir ekki…. þar til að hún prófaði „borðplötuna“; hún virkar fyrir Wie. Þetta dæmi sýnir svo ekki verður um villst að atriði, sem virkar fyrir einn kylfing þarf alls ekki að virka fyrir aðra.
Wie var spurð að ástæðunni fyrir því að hún beygði sig 90° í „borðplötu“ þegar hún púttaði. Wie sagði að hæð hennar hefði alltaf háð henni í púttunum og sér fyndist óþægilegt að pútta upprétt (Wie er mjög hávaxin af kvenmanni að vera 1,85 metra á hæð).
„Mér fannst alltaf svolítið óþægilegt að pútta,“ sagði Wie fyrir Solheim Cup. „Ég hugsaði með mér OK ég beygi mig bara nær jörðinni og hvert einasta pútt fór að detta.“
Í ár, 2014, er Wie í 39. sæti yfir bestu púttera á LPGA mótaröðinni (sem er bæting um 80 sæti!!!).
„Borðplatan“ virkar fyrir Wie, vegna þess að hún fær Wie til þess að líða betur þegar hún er að pútta. Þannig að ráðið er ekki að stæla Wie, nema þið séuð 1,85 metrar á hæð og líði illa með það…. heldur að finna eitthvað sem fær ykkur til að líða vel …. eitthvað sem fær ykkur til að finnast þið vera bestu pútterar í heimi!!!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024