Ragnheiður Jónsdóttir | október. 1. 2012 | 21:25

Shanshan Feng sigraði á Opna japanska

Kínverska stúlkan Shanshan Feng nældi sér í 3. sigur sinn á japanska LPGA (skammst.: JLPGA). Hún var á sléttu pari á Opna japanska (ens.: Japan Women’s Open á lokahringnum í gær, 30. september í Yokohama Country Club.

Feng, sigraði á LPGA Championship risamótinu fyrr á þessu ári. Hún er fyrsti leikmaðurinn frá árinu 1997 til þess að sigra risamót bæði á LPGA og JLPGA, á sama árinu.

Hún er líka eini leikmaðurinn til þess að vera á heildarskori upp á par eða betur í Yokohama. Feng var á 1 undir pari, 71 höggi á lokahringnum og átti 1 högg á InBee Park, sem varð í 2. sæti. Ji-Hee Lee varð í 3. sæti á samtals 2 yfir pari og japanska stúlkan Mika Miyazato varð í 4. sæti á samtals 4 yfir pari.

Heimild: Golfweek