Sigurður Pétursson látinn
Sigurður Pétursson, lögreglumaður og golfkennari er látinn, aðeins 60 ára að aldri.
Hann lést 19. apríl sl. í golfferð á La Gomera, á Spáni.
Sigurður úrskrifaðist frá Verslunaskóla Íslands 1978 og úr Lögregluskólanum 1988 og lærði einnig húsasmíði.
Ungur var Sigurður valinn í landslið Íslands í golfi. Hann varð 3 sinnum Íslandsmeistari í golfi 1982, 1984 og 1985 og vann auk þess marga aðra titla í golfíþróttinni. Hann var m.a. kosinn íþróttamaður Reykjavíkur 1985.
Sigurður kenndi golf frá árinu 1990 og var m.a. golfkennari GR 1991-1997 og rak golfverslun. Árið 1994 útskrifaðist hann frá PGA golfkennaraskólanum í Svíþjóð. Í fjölmörg skipti var hann liðs- og fararstjóri í golfferðum, síðustu ár fyrir ferðaskrifstofuna Aventura. Samhliða golfinu var Sigurður mikill hestamaður frá árinu 2010.
Foreldrar Sigurðar voru Pétur J. Pétursson og Ragnheiður Guðmundsdóttir og systkini hans eru Guðmundur, Anna Bára og Ingibjörg.
Eiginkona Sigurðar er Guðrún Ólafsdóttir og eignuðust þau 5 börn: Pétur Óskar, Hannes Frey, Hönnu Lilju, Ragnar og Önnu Margréti.
Golf 1 vottar fjölskyldu og vinum Sigurðar innilegustu samúð.
Mynd í aðalmyndaglugga af Sigurði Péturssyni: Frosti
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024