Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2021 | 18:00

Sigurður Pétursson látinn

Sigurður Pétursson, lögreglumaður og golfkennari er látinn, aðeins 60 ára að aldri.

Hann lést 19. apríl sl. í golfferð á La Gomera, á Spáni.

Sigurður úrskrifaðist frá Verslunaskóla Íslands 1978 og úr Lögregluskólanum 1988 og lærði einnig húsasmíði.

Ungur var Sigurður valinn í landslið Íslands í golfi. Hann varð 3 sinnum Íslandsmeistari í golfi 1982, 1984 og 1985 og vann auk þess marga aðra titla í golfíþróttinni. Hann var m.a. kosinn íþróttamaður Reykjavíkur 1985.

Sigurður kenndi golf frá árinu 1990 og var m.a. golfkennari GR 1991-1997 og rak golfverslun. Árið 1994 útskrifaðist hann frá PGA golfkennaraskólanum í Svíþjóð. Í fjölmörg skipti var hann liðs- og fararstjóri í golfferðum, síðustu ár fyrir ferðaskrifstofuna Aventura.  Samhliða golfinu var Sigurður mikill hestamaður frá árinu 2010.

For­eldr­ar Sig­urðar voru Pét­ur J. Pét­urs­son og Ragn­heiður Guðmunds­dótt­ir og systkini hans eru Guðmund­ur, Anna Bára og Ingi­björg.

Eiginkona Sigurðar er Guðrún Ólafsdóttir og eignuðust þau 5 börn: Pét­ur Óskar, Hann­es Frey, Hönnu Lilju, Ragn­ar og Önnu Mar­gréti.

Golf 1 vottar fjölskyldu og vinum Sigurðar innilegustu samúð.

Mynd í aðalmyndaglugga af Sigurði Péturssyni: Frosti