Ragnheiður Jónsdóttir | október. 25. 2012 | 17:30

Sjáið útgáfu Jesper Parnevik af „Gangnam Style“ – myndskeið

„Gangnam Style“ æðið hefir náð alla leið til kylfingsins og grínistans sænska Jesper Parnevik, þess sem er einna frægastur fyrir að hafa kynnt barnfóstru sína fyrrverandi, Elinu Nordegren,  fyrir Tiger Woods, en þau giftust, áttu 2 börn og skildu s.s. frægt er orðið.

„Gangnam Style“ er vinsælt myndband með kóreanska rapper-anum PSY.  Upprunalega myndbandið SMELLIÐ HÉR: , hafa u.þ.b. 530 milljónir séð frá því í sumar.  Í framhaldinu hafa verið búin til um 100 aðrar útsetningar af ósköpunum. Og nú er Jesper Parnevik búinn að búa til sína útgáfu.

Myndskeiðið er það sem búast má við af kylfingi sem notaði eldfjallaösku sem bætiefni. Í myndskeiðinu bregður fyrir frægum kylfingum á borð við Fredrik Jacobson og Dustin Johnson.  Já það eru fleiri kylfingar en Golf Boys sem reyna fyrir sér í tónlistarbransanum 🙂

Til þess að sjá útgáfu Parnevik af „Gangnam Style“ SMELLIÐ HÉR: