Skoski kylfingurinn Charlie Green látinn
Skoski kylfingurinn Charlie Green er látinn 80 ára að aldri og var banamein hans krabbamein.
Charlie var mjög sigursæll kylfingur og framúrskarandi keppnismaður, vel þekktur frá Dumbarton, sem spilaði enn golf „tvisvar til þrisvar í viku“ áður en hann var greindur með krabbamein s.l. ágúst. Hann náði næstum öllu sem hægt var að ná golflega séð sem áhugamaður.
Green heillaðist af leik Royal & Ancient 16 ára og „það var ást við fyrstu sýn“ sagði hann í viðtali í Herald Sport í lok árs 2012.
Charlie Green hlaut silfurmedalíuna á Opna breska 1962 þegar Arnold Palmer vann Claret Jug á Royal Troon og hélt áfram var skoskur meistari 1970, 1982 and 1983. Síðasta Skotlands meistaratitilinn krækti hann sér í aðeins 10 dögum fyrir 51 ára afmælisdag sinn. Í tilefni af þeim sigri sagði hann m.a. „Maður býst ekki við að sigra fleiri Skotlands meistaratitla á þessum aldri,“ og síðan rifjaði hann upp fyrri sigra á liðnum áratugum.
Green tók þátt í 7 Walker bikarkeppnum; ýmist sem leikmaður eða fyrirliði og átti heilu bikarsöfnin fyrir sigra á öldugamótum í Skotlandi og Bretlandi.
„Charlie var mjög ákafur keppandi sem naut leiksins sakir leiksins sjálfs,“ sagði Raymond Jacobs golffréttamaður Herald, sem skrifaði mikið um sigra Green.
„Hann var virkilega af gamla skólanum sem lýsti sér í því að hann gerðist aldrei atvinnumaður. Hann var af frábærri kynslóð og hluti af mjög líflegri senu í skoska áhugamannagolfinu á þeim dögum þar sem ákveðnir einstaklingar sneru aftur ár eftir ár til að spila golf.“
Jarðaför Charlie Green fer fram mánudaginn 4. febrúar, kl. 11.15 í Cardross Parish Church.
Heimild: The Scottish Herald
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024