Solheim Cup 2019: MacDonald kemur í stað Lewis
Þriðjudaginn sl. tilkynnti fyrirliði liðs Bandaríkjanna, Juli Inkster, að einn liðsmaður liðs Bandaríkjanna, Stacy Lewis, hefði dregið sig úr keppni vegna bakmeiðsla.
Það er 1. varamaður, Ally McDonald sem tekur sæti Lewis.
„Stacy er ein af áköfustu keppnismanneskjum sem ég hef fyrir hitt. Ég veit að þetta var ótrúlega erfið ákvörðun fyrir hana, en hún hafði hagsmuni liðsins að leiðarljósi,“ sagði Inkster eftir að Lewis hafði dregið sig úr keppni.“
„Stacy mun vera með liði Bandaríkjanna í keppninni og er mikill ávinningur að hafa hana.„
„Ég er gífurlega vonsvikin að geta ekki keppt. Ég er keppnismanneskja og vil spila, en ég fékk í bakið í sl. viku,“ sagði Lewis. „Ég hef gert allt sem ég mörgulega gat sl. viku til þess að spila. Vegna heilsu minnar og það sem ég tel bestu hagsmuni liðsins hef ég ákveðið að draga mig úr keppni. Ég mun takast á hendur annað hlutverk í liðinu og mun gera allt sem ég get til þess að stuðla að því að lið Bandaríkjanna taki bikarinn heim.“
Ally McDonald er á 4. ári sínu á LPGA Tour og hún er nýliði í Solheim Cup.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024