Solheim Cup 2021: „Íslandsvinurinn“ Carstren tryggði að bikarinn yrði áfram í Evrópu
Finnski kylfingurinn Mathilda Carstren var ein af 4 nýliðum í liði Evrópu í nýafstaðinni Solheim Cup keppni … og hún er ein af hetjunum og framtíðarkylfingunum í liði Evrópu. Hún er jafnframt fyrsti Finninn til að taka þátt í Solheim Cup.
Með sigurpútti í tvímenningsleik sínum gegn reynsluboltanum bandaríska Lizette Salas , leik sem vannst 1 up, tryggði hún að Solheim Cup bikarinn færi ekki frá Evrópu.
Þegar Carsten setti niður púttið voru 5 leikir eftir, en þar sem lið Evrópu hafði undanfarna 2 keppnisdaga nælt sér í 9 vinninga þurfti aðeins 5 vinninga til þess að ná 14 stigum og þar með halda jöfnu við þær bandarísku. Sigur Carsten færði Evrópu 5. vinninginn sem þurfti til að halda jöfnu í keppninni.
„Þetta er klikkað. Klikkað“ sagði Carstren. „Ég trúi ekki að ég hafi sett niður þetta pútt.“
Annars var bara draumagengi hjá nýliðanum Carstren í Solheim. Hún sigraði ásamt Önnu Nordqvist í fyrstu viðureign sinni á Solheim þegar þær stöllur unnu Danielle Kang og Austin Ernst 1 up í fjórmenningi fyrir hádegi á 1. keppnisdegi (laugardeginum).
Carstren var aftur pöruð með Nordqvist eftir hádegi í fjórboltanum og þar unnu þær Lexi Thompson og nýliðann Minu Harigae stórt 4&3. Eftir 1. dag var Mathilda því með fullt hús – 2 vinninga í farteskinu!
Á 2. degi var hún enn á ný pöruð með Önnu Nordqvist í fjórmenningnum fyrir hádegi, en þær stöllur töpuðu fyrir þeim Lizette Salas og Jennifer Kupcho 3&1.
Carstren fékk ekki að spila í fjórboltanum eftir hádegi á sunnudeginum og var enn með 2 vinninga eftir fyrstu 2 keppnisdagana.
Í tvímenningnum sigraði hún síðan bandaríska reynsluboltann Lizette Salas , eins og áður er komið fram og hefndi ófaranna í fjórmenningnum frá því deginum áður.
Nýliðinn Carstren var því með 3 glæsilega vinninga og 1 tap í frumraun sinni á Solheim Cup, sem er stórkostlegt!!!
Minnstu munaði að hún yrði ekki með í evrópska liðinu því hún er ekki á LET og eina leiðin inn í LET á miðju keppnistímabili er að sigra í móti …. og einmitt það gerði Carstren í heimalandinu Finnlandi á Gant Ladies Open. Þar áður var hún búin að næla sér í sigur í fyrsta LPGA móti sínu, Mediheal og varð þar með sú fyrsta frá Finnlandi til að sigra í LPGA móti.
Eins og að ofan greinir tryggði Carstren 14. vinninginn og að jafnt yrði með liðunum…. og þar með að bikarinn yrði áfram í Evrópu.
Eftir pútt Carstren sem tryggði jafna stöðu hélst skortaflan næstum alrauð (rauður er litur Bandaríkjanna) og var síðan ótrúlegt að sjá að evrópskir reynsluboltar töpuðu leikjum sínum fyrir þeim bandarísku – enda skiptu úrslitin litlu máli.
Carlota Ciganda tapaði sínum leik fyrir Brittany Altomare 2&1. Mel Reid tapaði fyrir bandaríska nýliðanum Yealimi Noh 1 up og Charlie Hull tapaði fyrir Jessicu Korda 3&1.
Leikur evrópska nýliðans Sophiu Popov tapaðist viðbúið gegn hinni bandarísku Megan Khang.
Aðeins í síðustu viðureigninni kom blái liturinn (litur Evrópu) upp á skjáinn aftur þegar Emily Pedersen tryggði sigur evrópska liðsins gegn liði Bandaríkjanna þegar hún vann sína viðureign gegn Danielle Kang 1up og staðan fór í 15-13 Evrópu í vil og sigur Evrópu staðreynd!
Mathilda Carstren er fædd 18. janúar 1995 í New York og því 26 ára. Hún lék í bandaríska háskólagolfinu með liði Florida State University, en býr í dag í San Diego, Kaliforníu. Hún gerðist atvinnumaður í golfi 2017 og spilar í dag á bestu mótaröðum heims þ.e. bæði LET og LPGA. Kaddýinn hennar er „Mikey“ Patterson, og á hann líka sinn hluta í því að púttið góða rataði ofan í á Solheim. Carstren er „Íslandsvinur“ því hún tók þátt í EM kvennalandsliða, sem fram fór á Urriðavelli í júlí 2016.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024