Solheim Cup 2021: Hver er kylfingurinn sem stóð sig best í bandaríska liðinu – Lizette Salas?
Í nýafstaðinni Solheim Cup keppni, 17. slag Evrópu og Bandaríkjanna, sem lauk s.s. allir vita með sigri liðs Evrópu, þar var það mexíkósk/bandaríski kylfingurinn Lizette Salas sem stóð sig best í 12 manna liði Bandaríkjanna -Sjá grein Golf 1 þar um með því að SMELLA HÉR:
En hver er kylfingurinn Lizette Salas?
Lizette er fædd 17. júlí 1989 og er því 32 ára. Hún er frá Azusa og er sú fyrsta í sinni fjölskyldu til að ljúka háskólanámi. Hún lærði í USC (University of Southern California) á golfskólastyrk og veitti öðrum svo mikinn innblástur að hún fékk að halda ræðuna við útskrift úr íþróttadeild USC.
Þar sagði hún m.a.: „Þaðan sem ég kem býst fólk ekki við miklu af ungu fólki, sérstaklega Latínóu.“ Hún dró djúpt andann og sagðist hafa verið hrædd að fara í USC vegna þess að hún vissi ekki hvort hún myndi passa inn. En svo fór að Salas varð fyrirliði golfliðsins og hún útskrifaðist líka.
Hún er sú fyrsta í fjölskyldu sinni til þess að verða atvinnukylfingur. Hún hlaut fullan spilarétt á LPGA eftir að hafa lent í 9 stúlkna umspili um síðasta sætið inn á LPGA í Q-school LPGA árið 2012.
Það voru 9 stúlkur í 20. sæti, sem var síðasta sætið sem veitti fullan keppnisrétt á LPGA og því kom til 3 holu umspils milli þeirra. Ramon og Martha, foreldrar Lizette komu til að fylgjast með henni og sögðust hafa brotnað niður af spennunni og pabbi hennar sagðist hafa grátið – „Á þessum tímapunkti áttum við ekkert nema mikla vinnu og von (og vorum við að sjá það hverfa á braut).“ En Lizette fékk fugla á hverri einustu holu umspilsins og stóð uppi sem sigurvegari í lokin. Það mátti ekki tæpara standa …. en hún komst í gegn í fyrstu og einu tilraun hennar í Q-school.
Á fyrsta LPGA móti sínu, sem fullgildur LPGA félagi (RR Donnely Founders Cup) varð Salas T-22 og hlaut í verðlaun $ 15.230,-(u.þ.b. 2 milljónir íslenskra króna) sem er himinhá fjárhæð þegar haft er í huga að hún og pabbi hennar ferðuðust á fjölskyldutrukknum milli lítilla mótaraða og sváfu oft á parkstæðum í stað hótela aðeins árinu, vegna þess að þau áttu engan pening.
En það sem skiptir Salas enn meira máli er að hægt sé að ná árangri í íþróttagrein sem hún hefði vegna þjóðfélagsstöðu sinnar ekki átt að hafa aðgang að – dóttir mexíkanskra innflytjenda, sem bjuggu í borg þar sem 68% eru Latínóar og þar sem fótbolti er aðalíþróttagreinin á fátæklegum götunum. Lizette keppti í golfi í menntaskóla með strákunum vegna þess að engin önnur stelpa hafði áhuga á golfi.
Hún lærði golf í Azusa Greens Country Club, þar sem pabbi hennar vann og vinnur sem viðgerðarmaður.
Golfkennari staðarins Jerry Herrera spurði Ramon hvort eitthvert barna hans hefði áhuga á golftímum og Lizette, þá 7 ára, var sú eina af 3 börnum Ramon, sem sýndi áhuga…. og mikla hæfileika.
Hún elti pabba sinn í vinnuna og tók æfingasveiflur með ryðguðu járni. Herrera sagði að Lizette hefði þegar sýnt hæfileika í íþróttinni.
„Hún hefir náttúrulega sveiflu,“ sagði Herrera „og vinnusiðferði hennar er eftirtektarvert.“
Lizette segir að hún hafi ekki litið á fátækan uppruna sinn sem hindrun, en það er nokkuð sem hún ætlar ekki að fela.
„Fyrsta tungumálið mitt þegar ég var lítil var spænska. Ég þakka foreldrum mínum. Ég er stolt Latínóa. Ég leit upp til Lorenu Ochoa og hvernig hún hefir hjálpað til við að golfíþróttin hefir vaxið í Mexíkó og ég vil gera það sama fyrir aðrar Latínóur. Maður þarf ekkert að vera í fínum golfklúbb.“
„Ég vissi fyrst ekkert hvernig ég átti að klæða mig. Ég mætti í fyrsta golftímann í sandölum. Jerry sagði mér að ég yrði að vera í golfskóm. Ég hafði ekki hugmynd um hvar ég gæti keypt þá.“
Stundum æfði hún sig í rykugum bakgarðinum og pabbi hennar, viðgerðarmaðurinnn, bjó oft til kylfur fyrir hana úr eldri afgangskylfum á golfvellinum. Hann þakkar Herrera, sem fyrstur kenndi dóttur hans, sem endurgjald fyrir aukavinnu, sem Ramon tók að sér á golfvellinum, þegar engir peningar voru til fyrir tímum.
„Þessi saga,“ sagði Ramon, pabbi Lizette „er svo sannarlega bandaríski draumurinn holdi klæddur.“
Lizette hefir aldrei sigrað í risamóti, en hún hefir verið nálægt því svo oft – Besti árangurinn til dagsins í dag er 2. sætið á Women´s British Open 2019 og á PGA Championship risamótinu á þessu ári 2021.
Hún hefir sigrað 1 sinni á LPGA móti en það var fyrir 7 árum á Kingsmill Championship 2014.
Salas var annar af reyndustu liðsmönnum bandaríska Solheim Cup liðsins 2021, en hún hefir samtals tekið þátt í 5 Solheim Cup viðureignum, óslitið frá árinu 2013, jafnmörgum og Lexi Thompson.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024