Solheim Cup 2021: Hverjar mætast í tvímenn- ingsleikjunum? Spá Golf 1 um hvaða lið sigri
Lokadagur Solheim Cup er í dag, þar sem mest spennandi hluti viðureigna álfanna beggja fer fram, tvímenningsleikirnir.
Fylgjast má með tvímenningsleikjunum á skortöflu með því að SMELLA HÉR:
Eftirfarandi kylfingar mætast og fer hér jafnframt spá Golf 1 um úrslit í viðureignunum:
1 Lexi Thompson spilar við Önnu Nordqvist. – Viðureign Solheim reynsluboltana Golf 1 spáir Nordqvist sigri eða jöfnu. Óskhyggjan er að Nordqvist sigri – Lexi er samt sterk á heimavelli og eiginlega held ég alltaf með henni. Erfitt tipp hér. Samt sigur Nordqvist; hún verður að setja tóninn; ef ekki, er hætt við að illa fari.
2 Ally Ewing mætir Madelene Sägström – Madelene verður að fara að sýna hvað í henni býr; sigurlaus í mótinu; Golf 1 spáir henni sigri – Ewing hefir gengið aðeins betur en samt Sägström er ótrúlegur kylfingur og til alls vís – metnaður hennar kemur í veg fyrir að hún fari vinningslaus úr mótinu.
3 Jennifer Kupcho g. Leonu Maguire – Nýliðar sem mætast – Kupcho er vinningslaus og þyrstir eflaust í vinning – hins vegar er Leona búin að halda jöfnu allt mótið – kannski það verði niðurstaðan hér líka? Það er reyndar óskhyggja því Kupcho er gríðarsterk. Annaðhvort sigur Kupcho eða jafnt en ef nefna verður einhverja niðurstöðu jafnt.
4 Nelly Korda g. Georgiu Hall. Golf 1 spáir sigri Korda.
5 Marisa Harigae g. Celine Boutier. Golf 1 spáir sigri Harigae.
6 Austin Ernst g. Nönnu Koertz Madsen. Golf 1 spáir sigri Ernst
7 Lizette Salas g. Matthildu Carstren. Leikur reynslubolta g. nýliða. Carstren er góð en Salas er reynslumeiri Golf 1 spáir Salas sigri
8 Brittany Altomare g. Carlotu Ciganda. Aftur leikur reynslubolta gegn nýliða. Golf 1 spáir Cigöndu sigur.
9 Megan Khang g. Sophiu Popov. Popov hefir ekki gengið vel í mótinu er sigurlaus. Golf 1 spáir sigri Khang.
10 Yelimi Noh g Mel Reid. Golf 1 Reid sigrar
11 Jessica Korda g. Charlie Hull. Óskhyggja að Hull hafi betur gegn annari Korda systurinni. Erfitt að geta sér til um hér, held samt að falli með Korda.
12 Danielle Kang g. Emily Pedersen. Báðar hafa ótrúlegt keppnisskap. Ómögulegt að segja en fyrirfram en allur þungi mótsins gæti verið á herðum annarar hvorrar. Óskhyggjan hér er sigur Pedersen, segi Pedersen þó Kang sé líklegri kandídatinn.
Niðurstaðan miðað við spá Golf 1 Evrópa 14 1/2 – Bandaríkin 13 1/2.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024