Solheim Cup 2021: Jessica Korda segist hafa fengið hatursfull skilaboð á samfélagsmiðlum e. tap liðs Bandaríkjanna
Jessica Korda sagði frá því að eftir tap bandaríska liðsins fyrir liði Evrópu í Solheim bikarnum hafi hún fengið hatursfull skilaboð á samfélagsmiðlum.
Þrátt fyrir að Korda hafi unnið glæsilegan 3 & 1 sigur gegn Charley Hull í tvíliðaleik mánudagsins, var það ekki nóg til þess að snúa við 14-12 stöðunni, sem var staðan fyrir sigur hennar, en hún kom bandaríska liðinu í 14-13.
Úrslitin í Solheim Cup urðu síðan 15-13 eftir 12. og síðustu viðureignina, þar sem hin danska Emily Pedersen bar sigurorð af Daníelle Kang í viðureign þeirra og kom stöðunni í 15-13. Jafnvel þó Pedersen hefði tapað hefði bikarinn haldið áfram að vera í Evrópu, því verði jafnt með liðunum þá mæla reglur svo fyrir að bikarinn verði áfram hjá sigurliði keppninnar á undan.
Systir Jessicu, nr. 1 á heimslista kvenkylfinga, Nelly Korda, sem fór út í 4. viðureign tvíliðakeppninnar á mánudeginum, vann einnig viðureign sína við Georgiu Hall 1 up.
En sumir Bandaríkjamenn eru súrir og tapsárir og láta það í ljós á samfélagsmiðlum.
Svar Jessicu á Twitter, við hatursfullu skilaboðunum sem hún fékk, var eftirfarandi:
„So much hate on Twitter. Look in the mirror and ask yourselves if you’d speak to your loved ones the way you speak to us. Think twice before you tweet. And stop hiding because we can see you. #haveRESPECT„
(Lausleg þýðing: „Það er svo mikið hatur á Twitter. Lítið í spegil og spyrjið sjálfa ykkur hvort þið mynduð tala við ástvini þína eins og þið talið við okkur. Hugsið ykkur um tvisvar um áður en þið tvítið. Og hættið að fela ykkur því við getum séð ykkur. #sýniðVIRÐINGU“)
Jessica Korda er fædd 27. febrúar 1993 og því 28 ára. Hún er sem stendur í 18. sæti á Rolex-heimslista kvenna. Henni gekk væntanlega ekki eins vel og hún hefði óskað sér í nýliðinni Solheim Cup keppni vann aðeins 1 sinni og tapaði 2 leikjum í 3 viðureignum, sem hún fékk að spila í.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024