Ragnheiður Jónsdóttir | september. 9. 2021 | 09:30

Solheim Cup 2021: Lefty hæðist að bandarískum áhangendum eftir sigur liðs Evrópu

Mikla umfjöllun eftir Solheim Cup 2021 hefir sú staðreynd hlotið að lið Evrópu sigraði á útivelli, þrátt fyrir lítinn stuðning evrópskra áhangenda, því þeir fengu ekki að ferðast til Bandaríkjanna.

Vegna Covid-19 er erfitt að ferðast til Bandaríkjanna og því voru fáir stuðningsmenn á Inverness að styðja lið Evrópu.

Líklega verður svipað á Rydernum.

Margir evrópskir golfáhangendur, sem og pressan í Evrópu hefir verið gagnrýnin á hegðun bandarískra áhangenda keppnisdagana þrjá á Solheim Cup

Margir bandarísku áhangendanna voru þögulir þegar liðsmaður liðs Evrópu átti gott högg eða setti niður frábært pútt, sem er ekki í anda heiðursmanna.

Eða voru háværir og þá ekki til stuðnings liði Evrópu heldur liðs Bandaríkjanna, eða truflandi í garð liðs Evrópu  – t.a.m. glaðhlakkalegir þegar reglubrot Madelene Sagström kom upp.

Allt gert til að koma liði Evrópu úr jafnvægi. Er það eðlilegt? Áhangendur ættu að mati Golf 1 ekki að vera breyta sem skiptir nokkru í viðureign sem Solheim – þó hún sé það nú hvort sem manni líkar betur eða verr.

Einn evrópski golfáhangandinn tvítaði: „„Ég hef aldrei séð liðsmenn í Solheim Cup / Ryder Cup bókstaflega„ biðja “um lófaklapp eins mikið og lið Bandaríkjanna í þessari viku.“

„Þetta var vandræðalegt. Að biðja um klapp meðan þú sveifla á fyrsta teig? Þetta er bara kjánalegt. Að biðja um lófatak eftir þriggja feta (1 meters) pútt til að jafna, vandræðalegt.“

Meðal frægra kylfinga til að hæðast að áhangendum/gagnrýna áhangendur á Solheim Cup var Lee Westwood.

Hann tvítaði: I’d love to see a wide shot of that 18th green. Not sure many spectators stayed.
@SolheimCupEuro @TheSolheimCup #tumbleweed

Lausleg þýðing: „Ég hefði elskað að sjá breiðlinsuskot af 18. flöt (eftir sigur Evrópu). Ekki viss um að margir áhorfendur hafi verið til staðar.“

Ewan Murray (breskur golffréttaskýrandi) svaraði Lefty: „ég var þarna á staðnum að svipast um …. „fáir“