Ragnheiður Jónsdóttir | september. 8. 2021 | 11:11

Solheim Cup 2021: Nordqvist telur evrópska liðið það besta hingað til

Anna Nordqvist átti ágætis Solheim Cup mót, skilaði liðinu 2,5 vinningi og tapaði 1 leik í 4 leikjum sem hún spilaði í.

Mótið í Toledo er 7. Solheim Cup keppnin sem hún tekur þátt í og var hún því því mesti reynslubolti evrópska liðsins.

Hún vann í fjórmenningi og fjórboltaviðureginum 1. keppnisdags  ásamt Mathildu Carstren og hélt jöfnu gegn Lexi Thompson í 1. tvímenningsviðureign mánudagsins.

Tekið var viðtal við Önnu eftir tvímenningsleikinn, sem sjá má með því að SMELLA HÉR: 

Í öðru viðtali eftir sigur liðs Evrópu sagði Anna Nordqvist m.a.: „Ég held virkilega að þetta sé besta evrópska liðið hingað til.“

Sjá má kynningu Golf 1 á Önnu Nordqvist með því að SMELLA HÉR  og með því að SMELLA HÉR: