Ragnheiður Jónsdóttir | september. 5. 2021 | 20:00

Solheim Cup 2021: Staðan eftir 2. dag

Annan daginn á Solheim Cup var að nýju spilaður fjórmenningur fyrir hádegi en fjórbolti eftir hádegi.

Í fjórmenningnum sneru þær bandarísku heldur betur blaðinu við frá því fyrri daginn hlutu 3 1/2 vinning gegn 1 1/2 vinningi þeirra evrópsku.

Ally Ewing og Nelly Korda héldu jöfnu gegn þeim Mel Reid og Leonu Maguire.

Danielle Kang og Austin Ernst unnu þær Georgiu Hall og Madelene Sägström 1 up.

Lizette Salas og Jennifer Kupcho unnu Önnu Nordqvist og Matthildu Carstren 3&1.

Lexi Thompson og Brittany Altomare unnu Charlie Hull og Emily Pedersen 2&1.

Einnig í fjórboltanum eftir hádegi höfðu þær bandarísku betur 2 1/2 vinning gegn 1 1/2 vinningi Evrópu.

Jennifer Kupcho og Lizette Salas héldu jöfnu gegn þeim Mel Reid og Leonu Maguire.

Nýliðarnir Yelimi Noh og Mina Harigae unnu Celine Boutier og nýliðann Sophiu Popov 3&1

Charlie Hull og Emily Pedersen unnu Danielle Kang og Austin Ernst 3&2

Carlota Ciganda og Nanna Koertz Madsen unnu Jessicu Korda og Meghan Khang 1 up.

Staðan eftir 2. dag er því Evrópa 9 – Bandaríkin 7. Aðeins 2 vinninga forysta Evrópu og alls óvíst hvort það dugar í tvímenningsleikina, því reynslan sýnir að lið Bandaríkjanna er geysisterkt í þeim!

Sjá má Solheim Cup skortöfluna með því að SMELLA HÉR: 

Í aðalmyndaglugga: f.v. Lexi Thompson og nýliðinn Brittany Altomare ásamt þeim Charlie Hull og Emily Pedersen.