Solheim Cup: Ráshópar í tvímenningsleikjum sunnudagsins – Spá: Golf Channel g. Golf 1
Þá er komið að úrslitaleikjunum á Solheim Cup í dag.
Evrópa þarf aðeins 3 1/2 vinning til þess að verja titilinn og halda Solheim bikarnum í Evrópu. Staðan er 10 1/2 fyrir Evrópu gegn 5 1/2 vinningi Bandaríkjanna.
Ef tekið er mark á spá Golf Channel verður sigur Evrópu nokkuð öruggur. Þeir eru tveir sem eru með spánna fyrir Golf Channel Jay Coffin og Randall Mell. Til samanburðar verður látin fylgja spá Golf 1.
1. leikur Kl. 14:40 (20:40 að íslenskum tíma) Anna Nordqvist g. Stacy Lewis
Spá Golf Channel: Sigur fyrir Bandaríkin Spá Golf 1: Sigur fyrir Bandaríkin. Stacy Lewis er nr. 2 á Rolex-heimslistanum. Hún hefir ekki náð að sýna sínar bestu hliðar á Solheim Cup til þessa. Þess vegna mætir hún líklega eins og öskrandi ljón til leiks og erfitt að sjá að Anna eigi nokkurt svar við því, undir pressunni, sigurvímunni frá því í gær og dúndrandi hvatningarópum Bandaríkjamanna á heimavelli, sem eflaust gera allt til þess að hvetja stelpurnar sínar áfram í kvöld!!! Það er því miður gegn öllum líkum að Anna Nordqvist sigri þennan leik í kvöld.
2. leikur Kl. 14:50 (20:50 að íslenskum tíma) Charley Hull t g. Paula Creamer
Spá Golf Channel: Sigur fyrir Evrópu/Bandaríkin. Spá Golf 1: Sigur fyrir Bandaríkin. Rök Mell hjá Golf Channel fyrir sigri Evrópu eru þau að Hull sé ung, óhrædd og gríðarlega hæfileikarík, það nýtist henni gegn Paulu, sem stressi sig á að tapa fyrir nýliða. Rök Coffin hjá Golf Channel á móti eru þau að Paula Creamer VERÐI að vinna. Creamer komi til með að skila sínu – hún valdi ekki vonbrigðum. Golf 1 tekur undir með Coffin og en telur jafnframt að agressívur stíll Hull og reynsluleysi eigi eftir að koma í bakið á henni. Hér hefir einfaldlega reynslan betur auk þess sem Paula er hærra rönkuð en Charley á Rolex-heimslistanum, er nr. 11 á heimslistanum meðan Charley er nr. 147. Hér skiptir það máli þó allt geti vitaskuld gerst í holukeppni.
3. leikur Kl. 15:00 (21:00 að íslenskum tíma) Azahara Muñoz g. Brittany Lang
Spá Golf Channel: Sigur fyrir Evrópu. Spá Golf 1: Sigur fyrir Evrópu. Allir sammála Aza sigrar örugglega. Hún gefur aldrei eftir, refsar strax andstæðingi sínum fyrir mistök og er búin að eiga frábært Solheim bikars mót öfugt við aumingja Brittany Lang. Aza hefir hreinlega yfirburði á öllum sviðum í þessum leik.
4. leikur Kl. 15:10 (21:10 að íslenskum tíma) Carlota Ciganda g. Morgan Pressel
Spá Golf Channel: Sigur fyrir Bandaríkin. Spá Golf 1: A/S þ.e. allt jafnt hér. Coffin og Mell hjá Golf Channel eru sammála um að Pressel sé Holu-keppnis maskína. Þeir benda á að hún hafi ALDREI tapað í tvímenningi í Solheim Cup, hún hreinlega elski og þrífist við þessar aðstæður. Ciganda muni eiga erfitt uppdráttar í þessum leik. Golf 1 tekur undir með spámönnum Golf Channel, líkltegt er hér að Pressel vinni en á hinn bóginn er Ciganda leikmaður Evrópu 2012. Þessi rólega spænska stúlka hefur það á seiglunni og tekst að halda í 1/2 stig fyrir Evrópu…. vonandi!!!
5. leikur Kl. 15:20 (21:20 að íslenskum tíma) Caroline Hedwall g. Michelle Wie
Spá Golf Channel: Sigur fyrir Evrópu. Spá Golf 1: Sigur fyrir Bandaríkin. Mell og Coffin hjá Golf Channel eru vissir í sinni sök hér. Sögulegt met muni verða sett þegar Hedwall verður fyrsti leikmaðurinn til þess að vinna alla leiki sína í Solheim Cup 5:0. Hér er Golf 1 ekki sammála þó vissulega væri óskandi að Hedwall sigri. Michelle Wie hefir átt erfitt uppdráttar allt leiktímabilið á LPGA – hún er val fyrirliða síns Meg Mallone og vill eflaust sýna að hún hafi verið valsins virði – hún VERÐUR að vinna!!! Michelle elskar Solheim Cup, þetta er tækifæri einkabarnsins að finnast hún vera hluti af hóp og þá tilfinningu elskar Michelle og gerir eflaust allt til þess að verða ekki einn af „svörtu sauðunum“ í liði Bandaríkjanna sem tapar fyrir Evrópu. Það gerir hana hættulega. Að mati Golf 1 er pressan á Hedwall einum of mikil og hún er s.l. 2 daga búin að gera meira en nóg til þess að stuðla að evrópskum sigri. Nú verður liðið að taka við. Golf 1 er á því að Hedwall sé þreytt (líkamlegt form ekki nógu gott) og hún nái ekki að sýna sínar bestu hliðar og ákaflega ósannngjarnt sé að gera þær kröfur til hennar.
6. leikur Kl. 15:30 (21:30 að íslenskum tíma) Catriona Matthew g. Gerina Piller
Spá Golf Channel: Sigur fyrir Evrópu. Spá Golf 1: Sigur fyrir Evrópu. Allir sammála hér: Catriona er einfaldlega betri og reynslumeiri. Hún er ekki búin að sýna sínar bestu hliðar í keppninni og mætir eflaust grimm til leiks.
7. leikur Kl. 15:40 (21:40 að íslenskum tíma) Suzanne Pettersen g. Lizette Salas
Spá Golf Channel: Sigur fyrir Evrópu. Spá Golf 1: Sigur fyrir Evrópu. Allir aftur sammála hér. Þetta þarf ekki að rökstyðja.
8. leikur Kl. 15:50 (21:50 að íslenskum tíma) Guilia Sergas g. Jessicu Korda
Spá Golf Channel: Sigur fyrir Bandaríkin. Spá Golf 1: Sigur fyrir Evrópu. Mell og Coffin sammála hjá Golf Channel að nýliðinn í liði Bandaríkjanna sigri reynslumikinn evrópskan kylfing? Golf 1 setur spurningamerki á það og hefir trú á Sergas. Ef ekki sigur þá tekur Sergas a.m.k. 1/2 stig fyrir Evrópu!
9. leikur Kl. 16:00 (22:00 að íslenskum tíma) Caroline Masson g. Lexi Thompson.
Spá Golf Channel: Sigur fyrir Bandaríkin. Spá Golf 1: Sigur fyrir Bandaríkin. Lexi hefir einfaldlega betur …. ekki að það skipti máli – á þessu stigi er Evrópa búin að sigra í Solheim Cup ef spá Golf Channel og Golf 1 gengur eftir.
10. leikur Kl. 16:10 (22:10 að íslenskum tíma) Jodi Ewart Shadoff g. Brittany Lincicome.
Spá Golf Channel: Sigur fyrir Evrópu Spá Golf 1: Sigur fyrir Bandaríkin. Coffin og Mell hjá Golf Channel finnst Ewart Shadoff spila gott og stöðugt golf. …. sem Golf 1 er sammála. Hins vegar er Brittany reynslumeiri. Golf 1 telur að Brittany muni skila sínu og sigra og ef ekki a.m.k. færa Bandaríkjamönnum 1/2 vinning.
11. leikur Kl. 16:20 (22:20 að íslenskum tíma) Beatriz Recari g. Angela Stanford.
Spá Golf Channel: Sigur fyrir Evrópu Spá Golf 1: Sigur fyrir Evrópu. Þegar hér er komið sögu er Evrópa búin að vinna Solheim bikar keppnina ef framangreindar spár Golfchannel og Golf 1 rætast s.s. áður segir Engu að síður Bea einbeitir sér að leik sínum og fer léttilega með Angelu Stanford!
12. leikur Kl. 16:30 (22:30 að íslenskum tíma) Karine Icher og Cristie Kerr
Spá Golf Channel: Sigur fyrir Bandaríkin/Evrópu Spá Golf 1: Sigur fyrir Evrópu. Leikurinn skiptir engu máli upp á úrslitin.
Coffin hjá Golf Channel telur að tvímenningsleikirnir verði jafnir þ.e. lið Bandaríkjanna vinni 6 leiki og lið Evrópu 6. Lokastaðan 16 1/2 – 11 1/2 fyrir Evrópu.
Mell hjá Golf Channel telur að lið Bandaríkjanna vinni 4 leiki á móti 8 leikjum Evrópu. Lokastaðan 18 1/2 – 9 1/2 fyrir Evrópu
Spá Golf 1 er að Bandaríkinn fái 5 1/2 vinning gegn 6 1/2 vinningum Evrópu. Lokastaðan 17:11 fyrir Evrópu
En hvernig sem þessu er snúið þá tippa allir á sigur Evrópu í kvöld!!! En það er best að spyrja ekki fyrr en að leikslokum.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024