Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 18. 2012 | 17:00

Sólskinstúrinn: Henrik Stenson sigraði á SA Open Championship

Sænski kylfingurinn Henrik Stenson er sigurvegari á SA Open Championship, sem er samstarfsverkefni Evrópumótaraðarinnar og Sólskinstúrsins suður-afríska. Spilað var á Serengeti golfvellinum í Suður-Afríku.  Branden Grace lét m.a. hafa eftir sér að þetta væri mótið sem alla suður-afríska kylfinga dreymdi um að sigra á, enda næstelsta og eitt virtasta golfmót í heimi (fór af stað 1893); það elsta er Opna breska (1860).

Þetta er fyrsti sigur Stenson í 5 ár á Evrópumótaröðinni og sá fyrsti síðan hann vann á PGA Tour fyrir 3 árum.

Samtals lék Stenson á 17 undir pari, 271 höggi (66 65 69 71).  Í 2. sæti varð heimamaðurinn George Coetzee, sem lenti í 2. sæti, 3 höggum á eftir Stenson og hlýtur hann keppnisrétt á DP World Tour Championship mótið í Dubai, sem hefst nk. fimmtudaginn.

Stenson sagðist ánægður með ferð sína til Suður-Afríku og sagði aðalástæðuna fyrir komu sinni vera að hann hafi verið kominn í 59. sætið á peningalista Evrópumótaraðarinnar og hafi því þurft að spila vel.

Þriðja sætinu deildu Thomas Aiken frá Suður-Afríku og þýski kylfingurinn Martin Kaymer en báðir voru þeir á 13 undir pari, 275 höggum hvor; Aiken (73 66 69 67) og Kaymer (70 70 68 67).

Í 5. sæti var svo enn annar heimamaður, sem miklar vonir voru bundnar við risamótssigurvegarinn Charl Schwartzel á 11 undir pari, 277 höggum (68 68 74 67).

Til þess að sjá úrslitin í heild á SA Open Championship SMELLIÐ HÉR: