Sonur Gary Player upp á kant við lögin!
Wayne Player, sonur golfgoðsagnarinnar Gary Player, en Gary er m.a.þrefaldur Masters-meistari, reyndi fyrir sér í atvinnumennskunni í golfi. Á árunum 1982 – 1986 lék Wayne samtals í 17 mótum á PGA Tour. En hann sýndi lítið af glæsispilamennsku föður síns. Nú eru enn minni ánægjulegar fréttir af Wayne. Hann þurfti að dvelja 5 daga í fangelsi í Georgíu, þar sem hann varð að svara til saka fyrir ávísanafals.
Wayne Player og Masters 2018
Á Masters 2018 leigði Wayne Player sér hús í grennd við Augusta National, til þess að fylgjast með einu mikilvægasta golfmóti ársins. Verð á húsinu fyrir 2 nætur? U.þ.b. 2000 dollarar (240.000 íslenskar krónur). Sonur golfgoðsagnarinnar Gary Player borgaði reikninginn með ávísun, sem engin innistæða var fyrir og leigjendur hússins fengu aldrei peninginn sinn. Þegar hann var á leið með vinum frá Bandaríkjunum til S-Afríku 18. janúar sl. og hópurinn var að fara um borð í flugvél í Atlanta, Georgíu, kom í ljós að kæra lá fyrir á hendur Wayne Player. Þar sem hinn 21. janúar er frídagur í Bandaríkjunum (Martin Luther King Day) var Wayne í haldi lögreglu 18.-23. janúar. „Ég var 5 daga og 5 nætur í helvíti, að vera læstur inni 22 af 24 tímum sólarhrings er ekki skemmtileg reynsla,“ var haft eftir Wayne Player á Golfchannel. Nú hefir hinum 56 ára Wayne Player hins vegar verið sleppt, en samt liggur enn önnur kæra fyrir á hendur honum.
Á Masters 2018 bauð Wayne Player mönnum upp á einstakt tilboð – ferð á Masters, sem átti að kosta 6.850 dollara (822.000,- íslenskar krónur). Tilboðið var m.a. upp á aðgöngumiða að 3. hring Masters mótsins og fána með eiginhandaráritun Gary Player. Maður að nafni Todd Feltz gekk að tilboðinu en var svikinn um allt. Hann lagði fram einkaréttarlega bótakröfu á hendur Wayne.
Wayne segir ástæðuna fyrir því að hann gat ekkis taðið við tilboð sitt hafi verið að miðaverð hafi hækkað vegna endurkomu Tiger og hann hafi ekki fengið miðann fyrir það verð sem kærandinn (Todd Feltz) borgaði fyrir. Wayne segir að það að þessi kæra sé á einhvern hátt sett í tengsl við föður sinn, Gary Player, fari fyrir brjóstið á sér. „Ég er ergilegur að verið sé að draga nafn hans í gegnum skítinn, vegna einhvers sem ég hef gert af mér.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024