Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 25. 2024 | 20:00

Sports Illustrated með umfjöllun um Arctic Open á Akureyri

Arctic Open fór fram á Jaðrinum dagana 20.-21. júní sl.

Keppt var í 4 flokkum:

1) punktakeppni með forgjöf – Þar varð sigurvegari Inga Lillý Brynjólfsdóttir, GR, var á samtals 86 punktum (43 43)

2) höggleik – Þar sigraði Bandaríkjamaðurinn James Wilson á samtals 143 höggum (72 71)

3) flokki 55+ – Þar sigraði Ólafur Auðunn Gylfason, GA á samtals 149 höggum (76 73) og loks ….

4) kvennaflokkur – Þar sigraði Anna Jódís Sigurbergsdóttir, GK, á samtals 165 höggum (81 84).

Sjá má öll úrslit úr Arctic Open 2024 með því að SMELLA HÉR: 

Art Stricklin golffréttaritari Sports Illustrated skrifaði skemmtilega grein um Artic Open; sem var uppfærð og birt í dag í The Telegraph.

Greinin er ágætis landkynning, þó ýmsar staðreyndavillur séu í henni m.a. er íbúafjöldi Akureyrar löngu kominn yfir 20.000!

Ýmislegt gæti þó ekki verið sannara t.d. þegar hann hrósar í hástert skemmtilegri stemmningu og hversu einstakt mótið er, þar sem síðustu hollin eru ræst út um miðnætti og svo hefir honum greinilega þótt lambakjöt og hjónabandssæla góð!

Sjá má umfjöllun Art Stricklin fyrir Sports Illustrated um Artic Open með því að SMELLA HÉR: