Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2021 | 07:30

Spurning hvort Olympíuleikarnir fari fram 2021?

Keith Mills, sem var aðalmaðurinn í undirbúningsnefnd fyrir Ólympíuleikana, sem haldnir voru í London 2012 hefir sagt að skipuleggjendur Tokyo leikana ættu að fara að skipuleggja að fresta leikunum aftur.

Japanskir nefndarmenn og menn í alþjóða ólympíunefndinni eru hins vegar enn ákveðnir í að leikarnir sem áttu að fara fram í Japan 2020 og var frestað muni fara fram í júlí og ágúst 2021 þrátt fyrir Covid-19 faraldurinn, sem geysar um allan heim.

Persónulega, þar sem ég sit hér og horfi á faraldurinn um allan heim, í S-Ameríku, N-Ameríku, Afríku og Evrópu, þá er það ólíklegt (að leikarnir fari fram),“ sagði Mills í viðtali við BBC.

Ef ég væri í fótsporunum skipuleggjenda myndi ég plana að afboða (Leikana) og ég er viss um að það muni þeir gera, en ég hugsa að þeir muni geyma það fram á síðustu mínútu, í því ólíklega tilviki að ástandið batni dramatískt.

Þetta er erfið ákvörðun.

Í Tokyo og öðrum pörtum af Japan er neyðarástand vegna mikillar aukningar af Covid-19 tilvikum og skoðanakannanir sýna að stuðningur almennings í Japan við það að halda leikana hefir dvínað.

Forseti frjálsra íþrótta í heiminum, Sebastian Coe, taldi þó að leikarnir myndi fara fram.

Ég hugsa ekki að þeir verði afboðaðir,“ sagði Coe í viðtali á Sky News.

Þetta verður áskorun vitum við. Það segir sig sjálft. Það munu verða breytingar.“

„Ég tel að Leikarnir muni fara fram en með breyttu sniði.

Það eru 27 íslenskir íþróttamenn, sem talið er að muni keppa á Leikunum, þar af 5 kylfingar: Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Haraldur Franklín Magnús, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir.

Sjá má nánar um íslenska Ólympíuhópinn með því að SMELLA HÉR: 

Í aðalmyndaglugga: Maður gengur meðfram Odaiba bakkanum með Ólympíuhringina í bakgrunni. Mynd: AFP