Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 22. 2012 | 11:00
Stefnumótunarfundur GSÍ n.k. laugardag 24. mars
Þing Golfsambands Íslands, haldið í Garðabæ 19. nóvember 2011, samþykkti að efna til stefnumótunarvinnu um framtíðarsýn, hlutverk, skiplag, verkefni og fjármögnun Golfsambandsins næstu árin. Stjórn GSÍ var falið að skipa sjö manna nefnd til að fara fyrir verkefninu og leggja drög að framangreindu á grundvelli þeirra tillagna, sem nefndinni berast.
Nefndin hefur ákveðið að efna til stefnumótunarfundar sem haldin verður í formi „þjóðfundar“ n.k. laugardag 24. mars frá kl.13-17, þar sem ætlunin er að ræða starfsemi golfsambandsins í sem víðasta skilningi og í framhaldinu leggja mat á hvaða verkefni ber að leggja áherslu á í stefnu og starfsemi sambandsins til næstu ára.
Leitað var til golfklúbbanna um að tilnefna fulltrúa á stefnumótunarfundinn og eins var leitað til almennra kylfinga samkvæmt random úrtaki um að sækja fundinn. Skráning stendur nú yfir og vantar ennþá nokkra þátttakendur á fundinn. Þeir sem eru áhugasamir að taka þátt í fundinum geta skráð sig með því að senda póst á gsi@golf.is.
Heimild: golf.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024