Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 29. 2014 | 15:00

Stelpugolf tókst vel – Myndasería

Í dag fór fram Stelpugolf á Leirdalsvelli hjá GKG en Stelpugolfsdeginum lauk fyrir rúmri klukkustund nú.

Stelpugolf er verkefni PGA á Íslandi og GSí til að stuðla að aukinni þátttöku kvenna í golfi og auka fjölskylduímynd íþróttarinnar. Golfkennaranemar sáu um útfærslu á Stelpugolfinu og var dagurinn í anda golfsýninga úti í heimi og boðið upp á fría kennslu fyrir allar konur og stúlkur á Íslandi.

Markmið Stelpugolfs:

* Að stuðla að hreyfingu og útivist kvenna á öllum aldri.
* Að stuðla að aukinni vitund almennings á fjölskyldugildum í golfíþróttinni.
* Að stuðla að aukinni þátttöku stúlkna í íþróttum.
* Að efla kvennastarf í golfhreyfingunni.

Golf 1 var á staðnum og má sjá litla myndaseríu með því að SMELLA HÉR: