Sunna Víðisdóttir setti nýtt vallarmet í Vestmannaeyjum – 67 högg af bláum! – Viðtal
Sunna Víðisdóttir, GR, efnilegasti kylfingur ársins 2011, varð í 2. sæti á Egils Gull mótinu, 2. móti á Eimskipsmótaröðinni í Vestmannaeyjum nú um helgina. Hún spilaði lokahringinn á 3 undir pari og var sú eina í kvennaflokki, sem átti hring undir pari á Vestmannaeyjavelli í mótinu . Alls spilaði Sunna á 12 yfir pari, 222 höggum (77 78 67). Lokahringurinn var sérlega glæsilegur 67 högg, þar sem Sunna fékk m.a. fugl á erfiðu 17. holu Vestmannaeyjavallar. Skorið á lokahringnum var jafnframt, vallarmet en Sunna bætti 9 ára vallarmet klúbbfélaga síns, Ragnhildar Sigurðardóttur, um 1 högg.
Golf 1 tók eftirfarandi viðtal við Sunnu:
Golf 1: Var markmiðið þitt að bæta vallarmetið á Vestmannaeyjavelli eða bara gerðist það?
Sunna: Ég vissi ekki einu sinni hvað vallarmetið af bláum á Vestmannaeyjavelli var, þannig að það var ekki markmið, en það er alltaf bónus.
Golf 1: Nú varstu að spila á 67 höggum, er það lægsta skorið þitt?
Sunna: Já, þetta er lægsta skorið. Þar áður var lægsta skorið mitt 1 undir pari, í Oddinum, sem ég hlaut í Chevrolet-mótinu á Eimskipsmótaröðinni í fyrra.
Golf 1: Hvað gerir þú til þess að ná svona góðum árangri?
Sunna: Bara æfa nóg. Ég var líka loksins að pútta vel, en það hefur ekki alltaf verið svo. Maður fær ekki birdie nema að pútta vel.
Golf 1: Hver var sterkasti hluti leiks þíns úti í Eyjum, voru það púttin?
Sunna: Já, ég myndi segja það, en ég var líka að slá vel, ég hélt boltanum vel í leik og var ekki að gera mörg mistök.
Golf 1: Hver eru markmiðin þín fyrir sumarið?
Sunna: Ég fer inn í hvert mót til þess að vinna það. Annars vil ég bara halda markmiðum mínum, fyrir mig.
Golf 1: Ætlar þú að vera með í næsta móti Eimskipsmótaraðarinnar: Íslandsmótinu í holukeppni?
Sunna: Já, það kemur ekkert annað til greina.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024