Ragnheiður Jónsdóttir | október. 19. 2011 | 21:10

Sveit GR tekur þátt í Evrópukeppni klúbba

Sveit Golfklúbbs Reykjavíkur hefur leik í Evrópukeppni klúbba í Tyrklandi  og meðal keppenda eru eru 21 lið og mörg þeirra innahalda feiknasterka leikmenn og þónokkrir leikmenn eru með + 3  til + 4 í forgjöf. Árangur síðasta árs eða 2.sæti var besti árangur Íslenskra klúbba frá upphafi í þessari keppni.

Undirbúningurinn hefur gengið vel fyrir utan það að golfsett og farangur skiluðu sér fyrst degi fyrir mótið sem setti strik í æfingar sveitarinnar á tveimur æfingarhringjum fyrir mótið.

Íslensku sveitina skipa (mynd):
Arnar Snær Hákonarson (Captain)
Haraldur Franklín Magnús
Guðmundur Ágúst Kristjánsson
Brynjar Eldon Geirsson (Liðstjóri)

Íslenska sveitin hefur leik um kl 9:00 í fyrramálið og leikur með liði frá Wales og Ítalíu fyrstu tvo keppnisdagana, en leiknir eru þrír hringir og telja tvö bestu skor sveitarinnar á hverjum hring.
Síðasti keppnisdagurinn er á laugardaginn 22. október

Völlurinn sem leikið er á:
Völlurinn er um 6500 m ,gríðarlega þröngur af teig og flatirnar eru litlar og bjóða ekki upp á mikið af mistökum. Liðið hefur því lagt upp með að reyna að halda boltanum í leik af teig og slá á miðja flöt og reyna að leika af yfirvegun fyrstu hringina í mótinu. Að öðru leiti er völlurinn í frábæru ásigkomulagi og veðurspáin er góð en það getur orðið hvasst samkvæmt veðurspá.

Hægt verður að fylgjast með stöðunni á heimasíðu mótsins
www.emct2011.com

Heimild: grgolf.is