Íslandsmeistarar í sveitakeppni GSÍ í flokki 15 ára og yngri drengja – A-sveit Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði, skipuð 4 Íslandsmeisturum. F.v. : Atli Már Grétarsson, Helgi Snær Björgvinsson, Birgir Björn Magnússon (heldur á Íslandsmeistaraverðlaunagripnum), Henning Darri Þórðarson og Gísli Sveinbergsson. Lengst til vinstri er liðsstjóri og þjálfari drengjanna Sigurpáll Geir Sveinsson. Mynd: gagolf.is
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 23. 2012 | 13:30

Sveitakeppni unglinga: Sveitir Keilismanna sigursælar í flokki 15 ára og yngri drengja á Akureyri – A-sveit GK varð Íslandsmeistari og B-sveit GK í 3. sæti

Af öllum sveitakeppnum sem fram fóru síðustu helgi var langstærsta mótið í flokki 15 ára og yngri drengja. Alls tóku 20 sveitir þátt og var keppt á Jaðrinum á Akureyri.

Það voru báðar sveitir Golfklúbbsins Keilis, sem urðu í verðlaunasætum, sem er einstaklega glæsilegur árangur.

A-sveit Keilis, sem varð Íslandsmeistari í sveitakeppni GSÍ í flokki 15 ára og yngri, var skipuð Helga Snæ Björgvinssyni Sigurbergssonar, margföldum Íslandsmeistara og 4 núverandi Íslandsmeisturum þ.e.:  Íslandsmeistaranum 2012 í flokki 15 ára og yngri í holukeppni Birgi Birni Magnússyni og Íslandsmeistaranum í flokki 15 ára og yngri í höggleik Gísla Sveinbergssyni.  Eins voru í sveitinni Íslandsmeistarinn í holukeppni í strákaflokki 2012, Atli Már Grétarsson og Íslandameistarinn í strákaflokki 2012 í höggleik Henning Darri Þórðarson.

Silfur-sveit GA var skipuð þeim: Aðalsteini Leifssyni, Fannari Má Jóhannssyni, Kristjáni Benedikt Sveinssyni, Tuma Hrafn Kúld og Víði Steinari Tómassyni.

Silfursveit GA í sveitakeppni GSÍ í flokki 15 ára og yngri drengja. Mynd: gagolf.is

B-sveit Keilis, brons-sveitin var skipuð eftirfarandi drengjum: Alex Daða, Aron A. Bergmann, Aron Skúla Ingasyni, Elías F. Arnarssyni, , Bjarka G. Logasyni  og Vikar Jónassyni.

B-sveit, Brons-sveit Golfklúbbsins Keilis í sveitakeppni GSÍ í flokki 15 ára og yngri drengja. Mynd: gagolf.is

A-sveit GK keppti við sveit GA um Íslandsmeistaratitilinn. Leikar fóru svo að A-sveit GK vann alla þrjá leiki sína í úrslitaviðureignunum: Í fjórmenningnum báru Atli Már og Henning Darri sigurorð af þeim Kristjáni og Fannari Má, 7&5. Í tvímmenningunum vann Birgir Björn, Víði Steinar, 5&3 og Gísli vann Tuma Hrafn 3&2.

B-sveit GK vann A-sveit GKJ 2-1 í keppninni um brons-verðlaunin.

Úrslit í sveitakeppni GSÍ 2012, drengjaflokki 15 ára og yngri voru eftirfarandi:

Drengir 15 ára og yngri:
1. Golfklúbburinn Keilir, A-sveit
2. Golfklúbbur Akureyrar, A-sveit
3. Golfklúbburinn Keilir, B-sveit
4. Golfklúbburinn Kjölur, A-sveit
5. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar, A-sveit
6. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar, B-sveit
7. Golfklúbbur Reykjavíkur, A-sveit
8. Golfklúbburinn Kjölur, B-sveit
9. Golfklúbbur Suðurnesja
10. Nesklúbburinn, A-sveit
11. Golfklúbburinn Leynir, A-sveit
12. Golfklúbbur Hveragerðis
13. Golfklúbbur Akureyrar, B-sveit
14. Golfklúbbur Sauðárkróks
15. Golfklúbbur Reykjavíkur, B-sveit
16. Golfklúbburinn Hamar / Golfklúbbur Ólafsfjarðar
17. Golfklúbburinn Leynir, B-sveit
18. Golfklúbbur Vestmannaeyja
19. Golfklúbburinn Oddur
20. Nesklúbburinn, B-sveit