Sveitir GR Íslandsmeistarar á Íslandsmóti golfklúbba í fl. 15-16 ára
A-sveit GR-inga urðu Íslandsmeistarar á Íslandsmóti golfklúbba, bæði í telpna og drengjaflokkum 15-16 ára.
Stórglæsilegur árangur það og ber góðu barna- og unglingastarfi innan elsta golfklúbbs landsins glöggt vitni.
Íslandsmeistarasveit GR-telpna 15-16 ára var svo skipuð:
Auður Sigmundsdóttir
Helga Signý Pálsdóttir
Nína Valtýsdóttir
Perla Sól Sigurbrandsdóttir
Sveit GR lék til úrslita við GKG um Íslandsmeistaratitilinn. Nína Margrét Valtýsdóttir, GR sigraði Gunnhildi Heklu Gunnarsdóttur 7&6 í tvímenningi og Perla Sól Sigurbrandsdóttir hafði betur gegn Laufeyju Kristínu Marinósdóttur 6&4. Var það sigur GR í tvímenningsleikjunum, sem leiddi til Íslandsmeistaratitilsins en fjórmenningsviðureignina unnu GKG-ingarnir Katrín Hörn Daníelsdóttir og Karen Lind Stefánsdóttir, sem öttu kappi við GR-inganna Auði Sigmundsdóttur og Helgu Signýju Pálsdóttur. Fór viðureignin 4&2 GKG í vil.
Úrslit í telpuflokki 15-16 ára á Íslandsmóti golfklúbba urðu eftirfarandi:
1 Golfklúbbur Reykjavíkur (A)
2 Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
3 Golfklúbbur Akureyrar
4 Golfklúbbur Mosfellsbæjar (A)
5 Golfklúbbur Reykjavíkur (B)
6 Golfklúbburinn Keilir
7 Golfklúbbur Mosfellsbæjar (B)
Í drengjaflokki vann A-sveit GR í úrslitaleik gegn A-sveit GKG, Íslandsmeistaratitilinn. Íslandsmeistarasveit GR í drengjaflokki 15-16 ára var skipuð þeim:
Arnóri Má Atlasyni
Bjarna Þór Lúðvíkssyni
Halldóri Viðari Gunnarssyni
Ísleif Arnórssyni.
Bjarni Þór Lúðvíksson, GR vann Róbert Leó Arnórsson 2&1 í öðrum tvímenningsleiknum og Ísleifur Arnórsson, GR vann Dag Fannar Ólafsson, GKG í hinum tvímenningsleikum og fór viðureign þeirra á 19. holu. Líkt og hjá telpunum tapaðist fjórmenningsleikur GR en þeir Halldór Viðar Gunnarsson og Arnór Már Atlason í GR biðu lægri hlut gegn þeim Markúsi Marelssyni og Jóhannesi Sturlusyni í sveit GKG 6&4. Íslandsmeistaratitillinn í drengjaflokki vannst því á góðri frammistöðu GR-inganna í tvímenningnum.
Úrslit í drengjaflokki 15-16 ára á Íslandsmóti golfklúbba urðu eftirfarandi:
1 Golfklúbbur Reykjavíkur (A)
2 Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (A)
3 Golfklúbbur Selfoss (A)
4 Golfklúbbur Akureyrar (A)
5 Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (B)
6 Golfklúbburinn Keilir (A)
7 Golfklúbbur Reykjavíkur (B)
8 Golfklúbbur Selfoss (B)
9 Golfklúbbur Mosfellsbæjar (A)
10 Golfklúbburinn Keilir (B)
11 Nesklúbburinn
12 Golfklúbbur Grindavíkur
13 Golfklúbbur Akureyrar (B)
14 Golfklúbbur Mosfellsbæjar (B)
Golf 1 óskar Íslandsmeisturum GR til hamingju!!!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024