Talið þið við golfboltann ykkar?
Á Skygolf.com er skemmtileg grein sem ber ofannefnda fyrirsögn: Talið þið við golfboltann ykkar?
Þar segir: Ég spilaði nýlega við vin sem gerði nokkuð sem ég er ekki vanur – hann talaði við golfboltann sinn næstum eftir hvert einasta högg:
„Farðu hærra.“
„Niður.“
„Cut-aðu“
„Lentu …. mjúklega“
„Áfram, áfram, áfram….. sestu, sestu, sestu.“
Ég er penn kylfingur, sem ekki hef hátt (eða það var ég a.m.k.) og eftir síðustu holuna spurði ég hann: „Af hverju talarðu við golfboltann þinn? Hann heyrir ekkert í þér!“
„Au contraire (fra.: Þvert á móti)!“ svaraði hann.
Vinur minn er fyrrum PGA leikmaður og hann sagði að það að tala við golfboltann væri einn af mikilvægustu þáttum leiksins. Ef þið talið aldrei við boltann, heyrir hann aldrei í ykkur. En ef þið talið reglulega við hann, hlustar hann af og til.
Ég sá að útskýringar hans áttu sér djúpar rætur í hjátrú, en engu að síður ákvað ég að reyna þetta.
Ég tala nú við golfboltann minn eftir næstum hvert högg. Ég sé ekki hvort það breyti nokkru eða ekki, en ég tók eftir að mér líður betur, sem er aðalkosturinn þegar allt kemur til alls.
Talið þið við golfboltann ykkar? Hver í ósköpunum er að tala við dauða hluti?
Er þetta ekki bara hindurvitni og hjátrú, eitthvað sem fundið er upp af íþróttasálfræðingum ofurríkra PGA og LPGA kylfinga, sem reyna að bæta leik viðkomandi með því að taka á andlegu hlið viðkomandi með þessum hætti. Hvar endum við í öðru en broti á siðagreglum golfsins, ef allir á golfvellinum fara nú að tala hástöfum við golfboltana sína eða kylfur? Er þetta ekki bara bull, nokkuð sem ekkert hefir með golftækni og vísindalega rökhyggju að gera?
Það voru þó nokkrir á Skygolf sem svöruðu ofangreindri spurningu og svörin ekki síður áhugaverð en spurningin.
Aftur, talið þið við golfboltann ykkar?
Já, ég tala við golfboltann minn, en hann er kvenkyns og hlustar ekki eða jafnvel þegar hann heyrir ákveður hann að gera nákvæmlega það gagnstæða!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024