Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2012 | 17:15

Það munaði 12 höggum… íslenska karlalandsliðið komst ekki áfram

Það munaði 12 höggum að íslenska karlalandsliðinu tækist að verða 1 af 3 liðum í undankeppninni á Hvaleryrinni, sem spilar á Evrópumóti karlalandsliða í Danmörku á næsta ári.  European Men´s Challenge Trophy er nú lokið. Þau 3 lið sem komust áfram voru lið Englendinga, sem urðu í 1. sæti og lið Hollendinga, sem voru í 2. sæti og lið Portúgala, sem urðu í 3. sæti.

Golfklúbburinn Keilir og GSÍ stóðu í alla staði vel að mótinu og var öll framkvæmd mótsins til fyrirmyndar.

Úrslit í liðakepninni voru eftirfarandi:
1. England 352-358-344 -11
2. Holland 355-359-355 -1
2. Portúgal 361-353-362 +11
4. Ísland 361-365-361 +22
5. Belgía 368-366-368 +37
6. Slóvakía 380-385-388 +88
7. Rússland 388-379-392 +94
8. Serbia 410-409-403 +157

Skor strákanna í íslenska karlalandsliðinu:
14.sæti Ólafur Björn Loftsson NK 74-72-70 +3
14.sæti Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR 71-73-72 +3
18.sæti Kristján Þór Einarsson GK 73-72-73 +5
20.sæti Haraldur Franklín Magnús GR 71-79-72 +9
25.sæti Guðjón Henning Hilmarsson GKG 72-74-78 +11
27.sæti Andri Þór Björnsson GR 77-74-74 +12