Ragnheiður Jónsdóttir | september. 23. 2012 | 11:50

The Clicking of Cuthbert 2. saga: Kona er aðeins kona

Þessi saga er barn síns tíma en athuga verður að golfsmásagnabók PG Wodehouse „The Clicking of Cuthbert“ kom út 1923 þ.e. fyrir tæpum 90 árum síðan.

Sagan „Kona er aðeins kona“ hefst á lýsingu elsta félagans á golfvelli sínum þar sem hann situr í hægindum í klúbbhúsinu og lætur fara vel um sig. Hann lýsir fyrstu brautini, sem er  niðurímóti, 2. braut sem er par-3 þar sem þarf að slá yfir vatn, bylgjóttri 9. flötinni, sem eyðilagt hefir hring margs kylfingsins og síðan segist hann sjá glitta í 3. teig, 6. teig og skuggalegar glompurnar á 8. braut.

„Ástin“ segir elsti félaginn „er tilfinning sem sannur kylfingur ætti alltaf að taka með varúð. Ekki misskilja mig. Ég er ekki að segja að ástin sé slæm aðeins að hún sé óþekkt stærð. Ég hef vitað um tilvik þar sem hjúskapur hefir bætt leik manna og önnur þar sem hann hefir eyðlagt hann. Kylfingar ættu að vara sig. Þeir ættu ekki að afvegaleiðast af fallegum andlitum.“ Og til þess að útskýra það sem hann er að segja segir hann söguna af Peter Willard, stórum og hávöxnum kylfingi og James Todd, lágvöxnum og mjóslegnum kylfingi.

„Það er svo“ sagði elsti félaginn „að vinátta milli karlmanna hefir eitthvað við sig sem aðeins er hægt að bera saman við ómótstæðilega samsetningu eggs og beikon.“ Það sem batt Willard og Todd vináttuböndum var að þeir byrjuðu á svipuðum tíma í golfi…. og kunnugir segja að ómögulegt hafi verið að segja hvor þeirra hafi verið verri kylfingur. Það var eins og ekkert gæti hafa laðað þessa tvo meira að hvor öðrum en tilraunir þeirra til þess að bæta leik sinn – þeir voru óaðskiljanlegir og spiluðu saman öllum stundum, snemma á morgnanna og seint á kvöldin og eftir á voru þeir heima hjá hvor öðrum að lesa golfbækur.

„Þeir voru raunverulegir kylfingar, því raunverulegt golf er andlegt en ekki aðeins tæknileg útfærsla sveiflunnar (ens.: „They were real golfers, for real golf is a thing of the spirit, not of mere mechanical excellence of stroke,“) sagði elsti félaginn. Þeir voru báðir í viðskiptum og ráku fyrirtækin af golfvellinum. Hver gæti svo sem áfellst þá fyrir að spila svolítið golf? Svona liðu dagarnir í sátt og samlyndi.  EN SÍÐAN KOM KONAN Í LÍF ÞEIRRA…. eins og snákurinn í Eden. Í stuttu máli báðir urðu ástfangnir af sömu konunni…. Grace Forrester.

Ástin er eins og hitasótt, sem gerir engin boð á undan sér. Á þeim degi sem upp komst að þeir elskuðu báðir sömu konuna hringdi Todd í Willard og afboðaði golfleik þeirra, og bar við eymslum í úlnlið. Willard sagðist sjálfur hafa verið við það að hringja í Todd og afboða þar sem hann gæti ekki spilað vegna höfuðverkjar.

Á kaffi, ó afsakið, tetíma hittust þeir heima hjá ungfrú Forrester. Todd spurði Willard hvernig höfuðverkurinn væri og Willard spurðist fyrir um úlnlið Todd. Todd sagðist ekki ætla að bjóða Willard heim þar sem hann yrði líklegast að fara heim og leggja sig vegna höfuðverkjarins.

Með nokkrum söknuði minntist Willard þess að aðeins nokkrum dögum áður hafði James sagst eiga eintak af bók Sandy MacBean „How to Become a Scratch Man Your First Season by Studying Photographs,“ en þeir höfðu ætlað að lesa hana upphátt fyrir hvorn annan. En Todd vildi heldur nota tímann til þess að skrifa ástarljóð til Grace Forrester.

Félagarnir í klúbbnum voru farnir að veðja um fyrir hvorum mannanna Grace myndi falla, en enginn hafði minnstu hugmynd hvað myndi ske og síst af öllu Willard og Todd. Grace virtist kunna við þá báða. Svo var það peysan sem hún var að prjóna sem olli miklum heilabrotum… var hún fyrir Willard eða var hún fyrir Todd? Hvorugur þorði að spyrja hana þar til þeir þoldu ekki við, en þá kom í ljós að „peysan“ var ábreiða sem hún var að gera fyrir ungan frænda sinn. (Týpískt að leggja merkingu í eitthvað þegar maður er ástfangin, sem er síðan ekki neitt).

Til að gera smásöguna styttri þá ákveða félagarnir að leggja Grace undir í veðmáli, þ.e. að spila 18 holur upp á það hvor þeirra eigi að hætta  að reyna við Grace þ.e. sá sem tapaði golfkeppninni átti að fara burt um stundarsakir til þess að gefa hinum frítt spil þ.e. með Grace.

Þeir ákváðu að spila eftir ströngustu reglum R&A og gefa hvor öðrum ekki neitt s.s. góðir vinir gera í golfi af og til. Og báðir byrjuðu bara sæmilega.  Fyrsta hola, þessa niðurímóti par-4 vann Todd með 7 höggum. Á „vatnaholunni“ var vaninn að Willard og Todd settu bolta sína 1-2 sinnum í vatnið en í keppninni fyrir eitthvað kraftaverk, án hvers golf mynd ekki vera golf, settu báðir boltana sína alveg upp við stöng. Jafnvel golfkennari klúbbsins hefði ekki getað slegið höggin betur. Það var þar sem allt fór í hundana í leik þeirra. Hvorugur trúði því að þeir hefðu náð yfir vatnið í 1. höggi. Fyrra met Willard voru 8 högg og Todd hafði einu sinni náð 7. Þriðja holan er önnur bógí-4 hola upp hæð framhjá trjám – Todd hafði oft náð 10 á þessari og Willard 9. Það var þarna sem erfitt var að fara eftir ströngustu reglum R&A. Todd var á flöt í 26 höggum en Willard á 27. Todd tapaði samt holunni vegna slæmrar púttframmistöðu sem skilaði honum skori upp á 34, einu höggi lakara en Willard.

Þeir fóru því á og af 4. braut jafnir og Willard vann 5. holu á 11 höggum og Todd 6. holu á 10 höggum. Þeir skyldu jafnir á stuttu 7. brautinni. Á 8. sem alltaf var erfið (vegna áðurgetinna sandglompa) skyldu þeir jafnir á 23 höggum. Todd vann 9. holuna og var einum yfir þegar þeir fóru á 10. braut.

Þar laug Todd því til að hann þyrfti að fara í golfvöruverslunina til þess að kaupa sér fleiri bolta og láta lagfæra mashie-ið þ.e.a.s. 5-járnið sitt. Það rétta var hins vegar að hann ætlaði að glugga aðeins í bókina góðu.  Þegar hann kom hins vegar aftur kom hann sér til mikillar furðu að því að Willard ætlaði að gefa leikinn, hann hefði hitt Grace við tennisvöllinn þar rétt hjá meðan Todd var í búðinni.  James Todd átti ekki til næg þakklætisorð handa vini sínum. Hann bauð Willard meira að segja í brúðkaup sitt og Grace og sér til undrunar sagðist Willard mundu mæta.

Todd flýtti sér til Grace.  Grace sagði: „Golf virðist gera rudda úr mönnum. Hr. Willard fór héðan án þess að segja orð í miðjum samræðum okkar.“ Nú varð James Todd undrandi.Hann sagði henni frá fína fuglinum sem hann fékk á vatnaholunni. Grace sagði að sér fyndist golf rugl. Hún hreinlega yrði föl af leiðindum og fyndist það aulalegasti leikur, sem hefði nokkru sinni verið fundinn upp.“

Viðbrögð James verða best lýst með orðum Wodehouse: „… she was poluting the golden summer air with the most hideous blashpemy. It would be incorrect to say that James´s love was turned to hate. What he felt was not althogether loathing and not wholly pity. It was a blend of the two.“ Það varð þögn. Heimurinn stóð kyrr. Án þess að segja orð sneri James Todd sér við og fór burt.

Todd fór til vinar síns Willard sem var fúll yfir að vera einn og í sandglompu í 12. braut að bisa við að koma boltanum upp úr. Todd sagðist taka við hamingjuóskum hans yfir að hafa sloppið frá konunni.  „Hún sagði að hún yrði föl af leiðindum af golfi og golf væri aulalegasti leikur sem fundinn hefði verið upp.“ Willard sagðist ekki undrandi, því konan hefði sagt nákvæmlega sömu hluti við hann stuttu áður.

„Það hlýtur að vera geðveiki í fjölskyldunni“ sagði Todd og Willard samþykkti „Við vorum heppnir að sleppa frá henni tímanlega.“ „Við ættum fremur að snúa okkur að því að spila golf af alvöru. Það mun halda okkur frá öllu klandri.“  „Við ættum að spila 4 hringi á dag að vori, sumri og hausti!“ „Ég er með bókina viltu koma að líta á hana í kvöld?“

———————

Elsti félaginn sagði að þá séum við aftur komin á byrjunarreit – punkturinn er að jafnvel þó ekkert sé hægt að segja gegn ástinni, þá ættu kylfingar að vera varlegir hvernig þeir steypa sér í hana. Hún (ástin) getur bætt leik sumra en annarra ekki. En ef hætta er á að leikurinn muni dala, vegna þess að stúlkan þín hlustar ekki andagtug á þig þegar þú segir henni frá afrekum dagsins á golfvellinum, þegar þú ræðir um stöðuna, gripið og sveifluna þá er best að láta hana sigla sinn sjó.

Sögunni lýkur síðan á þessum vísdómi, sem eflaust fellur í kramið hjá ákveðinni tegund karlmanna:

„Love has had a lot of press-agenting from the oldest times; but there are higher, nobler things than love. A woman is only a woman, but a hefty drive is a slosh!“ (Lausleg þýðing: Ástin hefir hlotið mikla umfjöllun allt frá elstu tímum; en það eru æðri, göfugri hlutir en ástin. Kona er aðeins kona, en almennilegt dræv  er dúndur!!