Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 4. 2012 | 10:55

The Masters 2012: Phil Mickelson ætlar að spila varkárt golf á 15. braut (Firethorn) – býst við fuglaveislu á Masters!

Phil Mickelson er ákveðinn að glutra ekki niður tækifærinu á að vinna 4. græna jakkann á 15. brautinni, sem verðlaunar þá sem taka áhættu.

(Innskot: Golf 1 kynnti þá braut svona í gær:

15. braut  (Firethorn), 530 yardar (485 metrar), par-5: Það veldur kylfingum oft vangaveltum hvort eigi að reyna við flötina í 2 höggum yfir vatnið til að nálgast holuna þar sem Gene Sarazen sökkti 235 yarda (215 metra) 4-trés höggi sínu fyrir albatross árið 1935.)

Þessi 485 metra langa braut hefir verið sú auðveldasta í sögu Masters mótsins, en meðaltalshöggafjöldi þar er 4,79.

„Lefty“ (Phil Mickelson), sem er þekktur fyrir að vera einn af aggressívustu kylfingum á túrnum segir að hann muni ekki leggja allt í sölurnar til þess að ná fugli eða erni á 15. braut.

Um það hafði Phil eftirfarandi að segja: „Aðalatriðið þegar ég horfi til baka á 3 sigra mína samanborið við þau skipti sem ég hef komist nálægt því að sigra er strategísk breyting á 15. braut (Firthorn).

„Á liðnum árum hef ég spilað brautina og talið mig verða að fá fugl og ég hef átt nokkur epísk skor þar, sem hafa dúndrað mér beint út úr mótinu,“ sagði Mickelson, 41 árs.

„Ég lít algerlega öðruvísi á hlutina nú. Ég geri mér par að góðu og ég ætla ekki að kvarta eða reyna að þröngva fram 4.

Að öllum líkindum tekst mér að ná 2 fuglum og vera með 4,5 meðaltalsskor á holunni.“

Ánægður Phil!

„Kannski verð ég heppinn og fæ örn eða eða set niður pútt, en ég er mjög ánægður ef mér tekst að fá 1-2 fugla þarna.“

Mickelson – sem hefir unnið 3 af 4 risamótstitlum sínum í Augusta – árin 2004, 2006 og 2010 – mun spila 15. brautina í síðasta holli 1. dags, ásamt spilafélaga sínum, Peter Hanson, frá Svíþjóð.

En hinn 41 árs kylfingur (Phil) býst við að það verði mikið af fuglum í vikunni vegna mjúkra flata vallarins.

Hann bætti við: „Það er blautt í kringum flatirnar og það er enginn hræðsla við völlinn til staðar. Maður verður að ráðast á hann (völlinn) í þessari viku.

Nema eitthvað breytist… þá verður þetta fuglaveisla!“

Heimild: Sky Sports