Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 8. 2012 | 10:45

The Masters 2012: Tiger biðst afsökunar á kylfukastinu

Tiger Woods tókst ekki að færast upp skortöfluna í gær (á 3. hring The Masters 2012), en baðst afsökunar fyrir að hafa sparkað í kylfu sína, sem hann hefir verið gagnrýndur mjög fyrir.

Tiger hóf leik 8 höggum á eftir forystumönnum 2. dags, en tókst ekki að mjókka muninn, eftir að hann lauk leik á 3. hring  á pari,   72 höggum og er því samtals +3 yfir pari.

En enn einu sinni fylgdist allur heimurinn með þegar Tiger tjáði ergelsi sitt yfir óstöðugum leik á Augusta National þegar hann sló kylfu sína í jörðina og skyldi eftir stórt kylfufar eftir að hafa „húkkað“ dræv sitt í trén á 13. braut (Azalea).

Þetta var endurtekning á hegðun hans frá því á föstudeginum  (2. hring) þegar hann sparkaði reiðilega í kylfu sína eftir að teighögg hans endaði í flatarglompu á par-3 16. brautinni (Redbud).

„Auðvitað er ég stundum erilegur og ég biðst afsökunar ef ég pirraði einhvern með þvi,“ sagði Tiger. „En ég hef slegið svo slæm högg og það er líka pirrandi að slá boltann þangað sem maður vill ekki slá hann.“

Aðspurður hvort hann hefði heyrt í einhverjum vegna uppákomunnar sagði Tiger: „Ég hef svo sannarlega orðið þess var að fólk kunni ekki við að ég sparkaði í kylfuna, en mér líkað það ekki heldur. Ég sló í sandglompuna og mér leið ekki vel í tánni.“

Heimild: Khaleej Times