The Masters 2014: Lyle aldursforseti þeirra sem komust í gegnum niðurskurð – Goss yngstur
Talið hefir verið að því eldri og reyndari sem kylfingar eru þeim mun meiri líkur er á velgengni þeirra á Masters risamótinu.
Kemur þar tvennt til. Augusta National er völlur sem ekki spilast vel nema með reynslu – það þarf að hafa spilað völlinn oft og kunna á hann. Eldri kylfingar eru einnig líklegri til þess að hafa þá þolinmæði til að bera, sem þarf. En sýnir aldursdreifing það að eldri kylfingar séu endilega þeir sem komast í gegnum niðurskurð?
Nú er það svo að í ár komust 6 kylfingar 50 ára og eldri í gegnum niðurskurð af 51 (þ.e.12%) ; 11 voru 40 ára og eldri (22%); stærsti hópurinn sem fór í gegn er á aldursbilinu 30-40 ára eða 21 kylfingur (41%) og síðan komust 13 kylfingar 20 ára og eldri (25%).
Sá elsti sem fór í gegnum niðurskurð er enski kylfingurinn Sandy Lyle, sem sigraði á Masters fyrir 26 árum, þ.e. 1988 og sá yngsti var ekki einu sinni fæddur þá, en það er ástralski áhugamaðurinn Oliver Goss, sem á 20 ára afmæli í dag, en Goss er fæddur 12. apríl 1994!
Það eru því 75% kylfinga sem náðu niðurskurði sem eru yfir 30 ára að aldri og býsna hátt hlutfall eða 36% sem eru 40 ára og eldri.
Nú er það svo að 51 kylfingar komust áfram í gegnum niðurskurð í gær og ekki úr vegi að líta á aldursdreifingu þeirra.
Eftirfarandi kylfingar sem komust í gegnum niðurskurð Masters risamótsins 2014 eru 50 ára og eldri (kylfingum ekki raðað eftir aldri heldur eftir velgengni eftir 2. hring The Masters 2014).
1. Fred Couples 55 ára
2. Larry Mize 55 ára
3. Vijay Singh 51 árs
4. Bernhard Langer 56 ára
5. Miguel Angel Jiménez, 50 ára
6. Sandy Lyle, 56 ára
Eftirfarandi kylfingar sem komust í gegnum niðurskurð Masters risamótsins 2014 eru 40 ára og eldri:
1. John Senden, 42 ára
2. Thomas Björn, 43 ára
3. Jim Furyk, 43 ára
4. Lee Westwood, 40 ára
5. Stewart Cink, 40 ára
6. Mike Weir, 43 ára
7. KJ Choi, 43 ára
8. Steve Stricker, 47 ára
9. Thongchai Jaidee, 44 ára
10. Jose Maria Olazabal, 48 ára
11. Darren Clarke, 45 ára
Eftirfarandi kylfingar sem komust í gegnum niðurskurð Masters risamótsins 2014 eru 30 ára og eldri:
1. Bubba Watson, 35 ára
2. Adam Scott, 33 ára
3. Jimmy Walker, 35 ára
4. Kevin Streelman, 35 ára
5. Stephen Gallacher, 39 ára
6. Kevin Stadler, 34 ára
7. Jamie Donaldson, 38 ára
8. Lucas Glover, 34 ára
9. Matt Kuchar, 35 ára
10. Louis Oosthuizen, 31 árs
11. Gonzalo Fdez-Castaño, 33 ára
12. Brandt Snedeker, 33 ára
13. Henrik Stenson, 38 ára
14. Hunter Mahan, 31 árs
15. Justin Rose, 33 ára
16. Stephen Bowditch, 30 ára
17. Brendon de Jonge, 33 ára
18. Ian Poulter, 38 ára
19. Bill Haas, 31 árs
20. Nick Watney, 32 ára
21. Francesco Molinari, 31 árs
Eftirfarandi kylfingar sem komust í gegnum niðurskurð Masters risamótsins 2014 eru 20 ára og eldri:
1. Jonas Blixt, 29 ára
2. Jordan Spieth, 20 ára
3. Russell Henley, 25 ára
4. Rickie Fowler, 25 ára
5. Thorbjörn Olesen, 24 ára
6. Oliver Goss, 20 ára
7. Chris Kirk, 28 ára
8. Martin Kaymer, 29 ára
9. Billy Horschel, 27 ára
10. Gary Woodland, 29 ára
11. Jason Day, 26 ára
12. Joost Luiten
13. Rory McIlory, 24 ára
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024