The Masters 2014: Engin veðjar á að Justin Rose sigri… nema Rose sjálfur!
The Masters risamótið hefst loksins á morgun – þvílík veisla framundan!!!
Ekkert fyllir golffréttamiðla meira þessa dagana en spár um hver komi til með að sigra á Masters, nema vera skyldi Tiger sem ekki tekur þátt í mótinu að þessu sinni og Eisenhower tréð, sem ekki heldur er á Augusta National lengur!
Margir veðja á Rory McIlory … en það eru ekki margir sem eru til að setja pening undir að enski kylfingurinn og sigurvegari Opna bandaríska 2013, Justin Rose sigri.
Ástæðan er e.t.v. sú að honum hefir ekkert gengið neitt sérlega vel eftir sigur sinn á Opna bandaríska á Merion í fyrra. Þannig komst hann ekki í gegnum niðurskurð á Opna breska og var ekki meðal topp-30 á PGA Tour. Kannski líka af því honum gekk ekkert sérlega vel í heimsmótunum, sem leikin voru í Bandaríkjunum. Hann varð í 34. sæti á Doral og komst ekki í gegnum niðurskurð á Bay Hill. Það er þess vegna sem ekkert hefir sérstaklega borið á Rose jafnvel þó hann sé með Opna bandaríska í beltinu!
En Rose ætti að vera einn af þeim sem flestir settu pening undir á. Fyrir utan risamótstitil sinn á hann ágætis feril á Masters. Hann leiddi þannig eftir 1. hring 2004 og 2007 og var í forystu í hálfleik 2004 (þ.e. fyrir 10 árum. Hann hefir orðið í 5., 8. og 11. sæti í 8 tilraunum til að hreppa Masterstitilinn og þekkir völlinn eins og lófann á sér.
„Ég lærði á harða mátann 2004,“ sagði Rose. „Ég reyndi við of mikð á þessum golfvelli. Maður hefir séð alla ernina og fuglana á seinni 9 í gegnum árin og ég reyndi við það á laugardeginum. Það er ekkert hægt að rembast of mikið. Maður verður að láta það flæða.“
Rose er 33 ára og á hátindi ferils síns og hann veitt nákvæmlega hvert á að slá á Augusta. Hann er líka búinn að dusta sigurleysið af sér í risamótum og reynir nú bara að bæta við risatitlum… undir minna stressi. Hann hefir þegar komist að því hvernig á að haga undirbúningnum. Það er m.a. ástæðan fyrir að hann tók sér 2 vikna frí fyrir Masters og notaði 2 daga fyrstu vikuna til þess að spila völlinn. Hann gerði svipað á Merion s.l. sumar
Og Rose er sigurviss sbr.: „Í fortíðinni reyndi ég alltaf að undirbúa mig fyrir fimmtudag. Nú reyni ég að undirbúa mig fyrir laugardag og sunnudag. Ég geri ráð fyrir að leikur minn komi mér í sigurstöðu og ég reyni bara að undirbúa mig fyrir það!“
„Það sem skiptir mestu máli er hvernig manni líður innra með sér með leikinn sinn,“ sagði Rose ennfremur. „Ég hef engar góðar niðurstöður nú í ár til að hengja hatt minn á en ég veit hvernig mér líður með leik mínum og hvaða stefnu hann er að taka. Og jamm…. mér líður vel fyrir þessa viku og rest ársins.“
Rose er nr. 8 á heimslistanum – hvernig í ósköpunum eru þá svona litlar væntingar bundnar við hann?
Kannski vegna þess að það eru svo margir aðrir líklegir sigurkandídatar en þetta þykir lang„opnasta“ mótið þ.e. lang mesta óvissa ríkir nú en í langan tíma um hver standi uppi sem sigurvegari. Tiger og Phil eiga í erfiðleikum og Rory á að baki hræðilegasta ár sitt á ferlinum.
„Jamm, jafnvel þó þú sért ekki meðal 50 bestu á heimslistanum áttu sjéns í ár,“ sagði Rose hlægjandi. „Ég myndi segja að það væru svona 15 gæjar sem væru sigurstranglegir. Svo er það alltaf sá óvnti það getur gerst en 15 eru virkilega þeir sem eru líklegastir. Augusta er öðruvísi, það þarf svo mikla þekkingu á vellinum, sem maður öðlast með árunum og því þeir reynslumeiri sem eru sigurstranglegri. Ég er enn að læra í hvert sinn sem ég fer út á völl,“ sagði Rose.
„Svo verður maður að komast yfir það eitt að vera að spila í mótinu. Þetta er staður sem kallar á lotningu og sé maður að spila í 1. sinn hefir það áhrif á að maður er e.t.v. ekki eins laser-skarpur vegna þess að það er einfaldlega svo margt sem þarf að meðtaka.“
„En í raun eru það púttin sem ráða úrslitum,“ sagði Rose. „Það kemur alltaf að því að maður verður að setja niður pútt til þess að vinna mót.“
Rose er auðvitað næstþekktasti nemandi golfþjálfarans Sean Foley, sem líka er þjálfari Tiger. Rose sagði fyrir nokkrum árum að þau ár sem hann ætlaði að byggja golfarfleifð sína á væru árin milli 30-40. Sem krakka dreymdi hann um að sigra risamót… „þ.e. í fleirtölu“ sagði Rose með áherslu…. og nú er tækifærið…..
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024