Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 12. 2014 | 08:30

The Masters 2014: Hápunktar 2. dags – Myndskeið

Þegar Masters risamótið er hálfnað er það Masters sigurvegarinn 2012, Bubba Watson, sem hefir 3 högga forystu á næsta mann, Ástralann John Senden.

Bubba er búinn að spila á 7 undir pari, 137 höggum (69 68) en John Senden 4 undir pari, 140 höggum (72 68)

Næstu menn, allir á 3 undir pari (4 höggum á eftir Bubba) eru þeir: Jonas Blixt, Thomas Björn, Jordan Spieth og Adam Scott.

Meðal helstu tíðinda á 2. degi Masters var að Rory McIlroy rétt slapp í gegnum niðurskurð.

Til þess að sjá stöðuna að öðru leyti eftir 2. dag Masters risamótsins SMELLIÐ HÉR: 

Sjá má hápunkta 2. dags Masters risamótsins með því að SMELLA HÉR: