Tiger Woods
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2012 | 17:00

Tiger ætlar bara að spila á 4 mótum til ársloka

Tiger Woods, nr. 2 á heimslistanum, lét frá sér fara fréttatilkynningu að hann muni spila í 4 mótum til ársloka: tveimur í Bandaríkjunum og tveimur utan þeirra.

Tiger mun leika á  the Turkish Airlines World Golf Final, í Antalya, Tyrklandi, 9.-12. október, nk.

Síðan spilar Tiger á móti í Kaliforníu þ.e. the Tiger Woods Invitational, 16.-18 október, á Pebble Beach.

Næsta mót sem Tiger spilar í er  í Malasíu, en þar tekur hann þátt í CIMB Classic mótinu 25.-28. október n.k. Í mótunum sem Tiger ætlar að spila  í utan Bandaríkjanna verður verðlaunafé upp á tæpan 1.4 milljarð íslenskra króna.

Að lokum verður Tiger með á the World Challenge mótinu 28. nóvember – 2. desember.