Ragnheiður Jónsdóttir | október. 3. 2011 | 16:00

Tiger ekki lengur meðal 50 bestu kylfinga heims

LONDON (AP) –

Tiger Woods er dottinn út af topp 50 á heimslistanum í fyrsta skipti í næstum 15 ár.

Tiger sem ekki hefir sigrað á móti í næstum 2 ár, var vís til að falla af topp 50 þegar Louis Oosthuizen deildi 5. sætinu með 2 öðrum á Dunhill Links Championship.

Í dag lýkur því 778 vikna veru Tigers á topp-50 í röð og leita þarf aftur til 13. október 1996, þegar Tiger var í 61. sæti og þar með neðar á listanum en hann er í dag.

(Tiger er í 51. sæti á nýja heimslistanum, sem birtist í dag. )

Tiger sem hefir ekki spilað keppnisgolf frá því að hann komst ekki í gegnum niðurskurð á PGA Championship, snýr aftur til keppni seinna í vikunni, þegar hann tekur þátt í Frys.com Open í CordeValle í Norður-Kaliforníu.