Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 19. 2014 | 00:10

Tiger ekki með í Bay Hill – óvíst með Masters

Tiger Woods hefir séð sig knúinn til þess að draga sig úr móti vikunnar á PGA Tour, sem hann var skráður í, þ.e. Arnold Palmer Invitational á Bay Hill í Orlando, Flórída.

Nr. 1 á heimslistanum, Tiger, sem á titil að verja þjáist enn af bakmeiðslum og vonar nú að hann geti náð sér nógu góðum til þess að geta tekið þátt í Masters risamótinu.

Í yfirlýsingu á vefsíðu sinni sagði Tiger:„Ég hringdi í Arnold (Palmer) og sagði honum persónulega að því miður gæti ég ekki tekið þátt í móti hans í ár.“

„Ég vil lýsa yfir hversu leitt mér þykir þetta við aðdáendur í Orlando, sjálfboðaliða, starfsmenn mótsins og styrktaraðila fyrir að vera að geta ekki tekið þátt.“

„Því miður hefir bakverkjakippir og sársauki minn ekki gengið tilbaka.“

Aðspurður um hvort hann tæki þátt í Masters í apríl, sagði Tiger: „Það er of snemmt að segja til um Masters en ég mun halda áfram að láta lækni meta mig og vera í náinni samvinnu við lækna mína.

„Mér líður illa að geta ekki spilað í þessu frábæra móti þessa vikuna.“

Masters risamótið, sem Tiger sigraði síðast í 2005, hefst 10. apríl n.k.

Ef Tiger hefði tekið þátt á Bay Hill í þessari viku hefði það verið, aðeins 4. mót hans á PGA Tour á þessu ári og hann hefir auk þess ekki sigrað í móti frá því í 1. viku ágúst 2013.

Bakverkir hafa verið að þjaka Tiger og ástand hans versnaði á Honda Classic mótinu á Palm Beach Gardens fyrr í þessum mánuði, þegar hann hætti leik eftir 13 holu spila á lokahring sínum.