Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 22. 2011 | 11:00

Tiger er farinn að líkjast „gamla Tiger“ meira

Tiger Woods hefir ekki litið svona vel út á golfvelli tvær vikur í röð frá því hann fór frá Ástralíu með 82. titil sinn og var umdeildur  nr. 1 á heimslistanum.

Opna ástralska og Forsetabikarinn eru 6. skiptið frá árinu 2009 sem Woods hefir keppt 2 vikur í röð.

Hann varð í 3. sæti í Sidney, 2 höggum á eftir forystunni. Hann spilaði eins vel, ef ekki betur á Royal Melbourne, jafnvel þó tölfræðin sýni að framlag hans til sigurs Bandaríkjanna voru aðeins 2 stig. Það á enn eftir að sýna sig hvort s.l. tvær vikur voru bara tilviljun eða sé efnisleg framför og Tiger sé í raun á bakaleið á toppinn – 9 hringir af stöðugum leik… og það mestmegnis í hvassviðri virðast benda til hins síðarnefnda.

Næst á dagskrá hjá Tiger er að spila í Chevron World Challenge í Kaliforníu í næstu viku.

Það var tilviljun að úrslitastigið í enn öðrum sigri Bandaríkjanna á Forsetabikarnum var komið undir Tiger. Fyrirliði Bandaríkjanna, Fred Couples, setti hann í 11. hollið út af 12 tvímenningsleikjum þennan sunnudag (þ.e. í fyrradag). Tiger lauk sínum leik við Aaron Baddeley á 15. braut, með 6. fugli sínum, flestum allra kylfinga á öðrum erfiðum degi á Royal Melbourne.

Það er ekkert sem pirrar Tiger meira en fólk sem annað hvort dregur í efa hæfileika hans eða gagnrýnir hann og á þeim lista var fyrirliði alþjóðaliðsins, Greg Norman. Meðal þess sem hann sagði var að yfirburðarstaða Tiger á risamótum væri liðin, sem og að hákarlinn sagði að hann hefði ekki valið Tiger í Forsetabikars lið sitt heldur sigurvegara PGA Championship, Keegan Bradley.

Fred notaði ekki bara annað val sitt af tveimur, sem hann átti sem fyrirliði á tveimur liðsmanna sinna, á Tiger, heldur tilkynnti hann það líka mánuði áður en fyrir lá hverjir skipuðu liðið.

„Ég er þakklátur fyrir að hann valdi mig,“ sagði Tiger. „Greg er væntanlega ekki ánægður með það eftir að ég gerði úti um örlög (Forseta)bikarsins í dag.“

Forsetabikarinn var stórt skref fyrir Tiger og því lauk með smá sneið til Norman.

Og það er kannski von á meiru.

Woods hefir beðið í langan tíma eftir að sýna að efasemdarmenn um hæfni hans hafi rangt fyrir sér. Hann var dreginn í efa fyrir að taka í gegn sveiflu sína hjá Butch Harmon eftir nauman sigur sinn á Masters 1997, en þegar því lauk náði Tiger óviðjafnanlegum hæðum í leik sínum: hann sigraði 28 sinnum á 3 ára tímabili og vann 7 af 11 risamótum á því tímabili (og af 14 sem hann hefir unnið í allt).

Síðan tóku við nýjar breytingar hjá Hank Haney, þar sem allt var tekið í gegn, nema það stóð á að fjöldi verðlaunabikara skiluðu sér inn. Tiger vann 4. græna jakkan sinn á Masters 2005, var í 2. sæti á Opna bandaríska í Pinehurst, síðan vann hann aftur  á Opna breska og sýndi að hann var aftur á toppnum í golfinu.  – Tiger gat ekki haldið aftur af sér að skjóta svolítið á gagnrýnisraddirnar.

„Ég hef verið gagnrýndur s.l. ár. „Af hverju er ég að breyta leik mínum? Þetta er ástæðan,“ sagði Tiger þennan sumardag í St. Andrews. „Í fyrsta lagi og annan stað, en fyrst og fremst vegna (árangurs) í 3 síðustu risamótunum. Það er ástæðan.“

En það er annað sem er breytt nú.

Tiger er 35 ára meðan 5 af 10 efstu kylfingum á heimslistanum eru á þrítugsaldri. Þar á meðal eru sigurvegari Opna bandaríska 2011: Rory McIlroy, fyrrum risamótssigurvegari PGA Championship: Martin Kaymer og Dustin Johnson, sem er meðal hæfileikaríkustu Bandaríkjamanna á þrítugsaldri.

Tiger var skorinn upp í 4. sinn á hné eftir sigur á Opna bandaríska 2008, sem er 14. risamótatitill hans til þessa. Hann meiddist aftur á hné á Masters á þessu ári og jafnvel þó hann lýsti því sem „minniháttar“ þá haltraði hann af vellli á TPC Sawgrass mánuði seinna og sneri ekki aftur til keppni fyrr en 3 mánuðum síðar.

Þegar hann kom aftur leit hann bara út eins og hver annar, meðalkylfingur á Firestone og komst ekki í gegnum niðurskurð á PGA Championship.

Afsakanir hans voru skynsamlegar jafnvel þótt fólk skylli skollaeyrum við þeim. Hann hafði aðeins unnið að sveiflubreytingum með Sean Foley eitt ár og hann gat ekki varið nægilegum tíma á æfingasvæðinu til þess að vinna í þeim. Hann sagði að vinstri fótleggur hans væri sterkari en hann hefði verið árum saman, þannig að hann gæti æft sig. Allt sem hann þarfnaðist var samkeppni, en hann náði ekki inn í PGA Tour umspilið um FedExCup og hann gat ekki spilaði í öðrum mótum vegna skyldna sinna við fjölskyldu sínu, sem samið um í skilnaðarskilmálum hans og varð ekki komist hjá.

En eins og alltaf þá er það aðeins Tiger sem veit hvar hann stendur í ferli sínu.

„Svona hef ég verið að slá heima.“ sagði Tiger. „Ég er mjög ánægður með framfarirnar sem ég hef tekið hjá Sean og þetta er loksins farið að skila sér undir pressu. Það skilaði sér ágætlega á Opna (ástralska) og líka í þessari viku.“

Það er samt  enn spurning með púttin hans. Tiger virtist setja allt niður þegar hann spilaði sem best. Það koma tímar sem ekkert virðist detta núna. Að setja púttin niður var ekki auðvelt fyrir neinn á Royal Melbourne, sérstaklega í vindinum. En burtséð frá því þá missti Tiger sinn skerf (af púttum) á Frys.com Open og á Opna ástralska.

Woods sagði eitt sinn að hann tryði því að púttin gengu í ættir. Aðspurður um föður sinn – besta púttþjálfara sem hann var nokkru sinni með – níu mánuðum áður en sá lést, brosti hann (Tiger) og sagði: „Hann setur enn allt niður.“

Það er þess vegna sem John Cook hristir höfuðið þegar fólk afskrifar Tiger.

„Ég horfi á og hlusta á sjónvarpið og fer hjá mér,“ sagði Cook sem kannski er mesti stuðningsmaður Tiger. „Það er bara ekkert vit í þessu. Heilbrigður Tiger Woods kemur mörgum í erfiðleika. Hann veit um sinn stað í sögunni og hann vill vera á þeim stað. Hann þarfnast þess bara að fólk trúi á hann. Ég veit að Fred (Couples) hætti aldrei að trúa á hann.“

Couples var sá fyrsti sem gekk til Tiger á 15. flöt eftir að sá sigraði (Aaron) Baddeley, en (Couples) hafði fylgst með allan hringinn. Kannski fundu þeir þá fyrir smá tilfinningu réttlætingar (á vali Fred Couples á Tiger, sem mikið hafði verið gagnrýnt).

„Mér fannst ég bara vera að velja besta kylfing sem ég hef nokkru sinni séð,“ sagði Couples. „Ég hef aldrei séð neinn spila eins og Tiger.“

Heimild: pgatour.com