Tiger lenti í bílslysi í Genesis GV80
Stórkylfingurinn Tiger Woods slasaðist í bifreiðaslysi í dag, í Palos Verdes,Kaliforníu. Woods var í L.A. þar sem Genesis Invitational golfmótið fer fram í Riviera Country Club, í Pacific Palisades.
Slysið átti sér stað í hinum hæðótta Palos Verdes-skaga suður af Pacific Palisades klukkan 7:12 að staðartíma, að sögn lögreglunnar í L.A. Slysið átti sér stað á Hawthorne Blvd. nálægt Blackhorse Dr. Þessi hluti Hawthorn er með fjórar akreinar og kaflinn sem um ræðir nokkuð brattur og var Tiger á leið niður brekku þegar slysið varð.
Tiger ók nýjum Genesis GV80 crossover jeppa, farartæki sem er hlaðið öryggisbúnaði, sem á að draga úr tjóni í árekstri. Genesis kallar öryggistæknina í GV80 „ þá fullkomnustu.“
„Öryggiseiginleikar ná ekki aðeins til allra mögulegar hætta , þeir eru einnig staðlaðir,“ segir Genesis á vefsíðu neytenda.
Öryggisbúnaður sem er í GV80 er meðal annars: aðstoð við að forðast árekstur, lane-change oncoming (sem hjálpar til við að koma í veg fyrir árekstra við bíla, sem koma á móti) og viðvörunarbúnaður sem „gefur út sjón- og hljóðviðvaranir. þegar búnaðurinn skynjar að ökumaður ætti að hætta að keyra og hvíla sig, öryggisins vegna. “
Fyrstu skýrslur, sem birtar voru segja að Tiger hafi fótbrotnað á báðum fótum. Bíll hans valt og var á hliðinni þegar að var komið. Tiger var fjarlægður úr ökutækinu í gegnum framrúðuna. GV80 er, eins og allir bílar sem seldir eru í Ameríku, með bæði virkan og óvirkan öryggisbúnað, sem inniheldur frambrotssvæði sem ætlað er að vernda framsætisbílstjóra og farþega. IIHS gaf öllum þremur Genesis sedans – G70, G80 og G90 – hæstu einkunnn fyrir öryggisbúnað, árið 2020.
„Við hjá Genesis urðum hrygg þegar við fréttum að Tiger Woods hefði lent í slysi í GV80,“ segir í tilkynningu frá framleiðandanum. „Hugsanir okkar og bænir eru hjá Tiger og fjölskyldu hans á þessum tíma.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024