Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 27. 2019 | 12:00

Tiger neitað um pizzu sneið!

Það eru allskyns erfiðleikar sem atvinnukylfingar eiga við að glíma.

Einn af þeim undarlegri átti sér stað sl. miðvikudag, á Pro-Am-inu fyrir Farmers Insurance Open.

Þar tók einhver myndskeið af því þegar sjálfum Tiger Woods var neitað um sneið af pizzu kl. 10 um morguninn í mótinu.

Eftir að hafa slegið teighögigð á par-5 13. holuni á Suðurvelli Torrey Pines gekk Tiger í átt að Amateur teigunum en hungrið greip hann áður en hann komst þangað og hann gekk í átt að pizza sölustandi sem þar var. En áður en hann gat beðið um sneið var honum neitað um eina, s.s. sjá má í myndskeiðinu með því að SMELLA HÉR: 

Hver er líka að éta pizzu kl. 10 að morgni dags?

Starfsmaðurinn sem neitaði Tiger sagði að hann mætti ekki láta Tiger fá pizzusneið, vegna þess að akkúrat þegar Tiger kom að standinum hjá Dang Brother Pizza hefði farið fram matvælaeftirlit.

Tiger sagði á blaðamannafundi eftir 2. hring sinn á Farmers Insurance þegar ljóst var að hann hefði náð niðurskurði, aðspurður um atvikið:

Við vorum að leita að einhverju, við vorum soltnir. Joey (LaCava – kylfusveinn Tiger) gleymdi að pakka samlokur í pokann, við vorum ekki með neinar próteinstangir þannig að við vorum allir soltnir. Sumir voru tilbúnir að borga $20 fyrir pizzu (óheyrilega hátt verð fyrir pizzusneið í Bandaríkjunum), en við fengum ekki neina … þannig var það bara.“

Tiger fékk Chili nokkrum holum síðar 🙂