Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 12. 2019 | 08:30

Tiger segir að sér líði vel!

Tiger Woods kom á TPC Sawgrass fyrir THE PLAYERS Championship síðdegis í gær, mánudaginn 11. mars 2019 og er nú fastlega búist við að hann muni spila í mótinu.

Hann sagði að sér liði vel.

Allt er í góðum gír,” sagði hann við fréttamenn Golfweek og USA TODAY. „Mér líður vel. Ég þurfti á fríi að halda í sl. viku.“

Tiger er sá eini sem tekist hefir að sigra í The Players bæði í mars og maí. Hann sigraði í 80. PGA Tour móti sínu á Tour Championship á sl. ári en hefir ekki náð að landa sigri á þessu ári. Síðast spilaði hann í heimsmótinu í Mexíkó þar sem hann náði að verða meðal efstu 10 þ.e. varð T-10.

Hann ætlaði sér að spila í Arnold Palmer Inv. í sl. viku, móti sem hann hefir sigrað í 9 sinnum, en dró sig úr mótinu vegna meiðsla í hálsvöðva.

Ég ætlaði ekki að ofkeyra mig,“ sagði hann í gær. „Engin þörf á því. Ekki á mínum aldri (43 ára). Ég get það bara ekki lengur.“