Tiger sendi krabbameinssjúkum vini vinar síns vídeókveðju
Vinur Tiger Woods, Harold Varner III, bað Tiger fyrir Masters risamótið að gleðja annan vin sinn, David Meggs, með vídeókveðju.
David Meggs er með ristilkrabbamein.
Tímasetningin hvenær vídeóið var gert er ansi sérstök – því Tiger vann í því miðvikudaginn fyrir Masters risamótið, þegar maður skyldi halda að hann ætti að vera á fullu að undirbúa sig fyrir átökin á Augusta National.
Í vídeóskilaboðum Tiger bað hann fyrrum Wake Forest kylfinginn (sem var í sama háskóla og frænka hans Cheyenne og Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir) að halda baráttunni áfram og gefa aldrei upp vonina.
„Ég sendi þau (skilaðboðin) til hans (Meggs) og hann sendi frábært svar tilbaka,“ sagði Varner þriðjudaginn fyrir Wells Fargo Championship. „Hann sagði: „Jæja, nú get ég dáið. Við erum að hlægja.“ Svo sagði hann: „Nei, maður, þetta er virkilega svalt. Ég þarfnaðist þessa.“
Og svo varð það bara betra. Meggs var svo upprifinn að fá vídeóskilaboðin frá Tiger að hann spáði því að hann myndi vinna.
Varner var heima hjá sér sunndaginn að horfa á lokahring Woods og sigur hans og þegar hann var í höfn hringdi hann í Meggs.
„Í u.þ.b. 20 sekúndur sögðum við ekki neitt. Við bara grétum,“ sagði Varner. „Eg er bara glaður að hann var ekki fyrir framan mig því ég myndi ekki hafa getað sagt neitt. Þetta var algjörlega frábært.“
Varner skoðaði skilaboðin frá Tiger sem hann geymdi í símanum sínum og eru 17 sekúndna löng.
Tiger sagði: „Hey Daníel. Ég veit að þú ert að fara í gegnum erfiða tíma. En ég vil að þú vitir að ég stend með þér. Vertu sterkur og haltu áfram að berjast. Það er mikilvægast. Aldrei gefa upp vonina. Þú ert okkur öllum innblástur. Reyndu að hanga inni þarni, allt í lagi? Hafðu það gott, vinur!„
(Upprunalegu skilaboð Tiger: “Hey, Daniel, I know you’re going through a difficult time. But I just want you to know that I’m pulling for you. Stay strong and keep fighting. That’s the most important thing. Never give up hope. You’re an inspiration to all of us. Just keep hanging in there, all right? Take care, dude.”)
Varner sagði að hann og Meggs hefðu alist upp saman. Hann sagði að Meggs hefði síðan farið í Wake Forest á Arnold Palmer skólastyrk en Varner lék hins vegar fyrir East Carolina. Varner hefir aðeins 1 sigur í beltinu sem atvinnumaður en það var Australian PGA Championship 2016.
Varner hefir ekki séð Tiger síðan á Masters en segist ekki getað beðið eftir að sjá hann næst. Tiger hafði ætlað sér að spila á Wells Fargo Championship en ákvað að hann væri ekki tilbúinn að snúa aftur til keppni eftir Masters sigurinn.
„Að hann skyldi gera þetta, mér finnst það …. ég meina, hver er ég? Enginn. Ég bara bað hann (Tiger) og það virkaði,“ sagði Varner um beiðni sína. En Meggs er enn að berjast fyrir lífi sínu. Að hann skuli hrífast svona á þeirri stundu af Tiger … ég veit ekki. Mér finnst það líka ansi frábært!„
Í aðalmyndaglugga: t.v.: Tiger; t.h.: Varner.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024