Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 8. 2011 | 07:00

Tiger: „Steve er ekki kynþáttahatari“

Tiger Woods segist hafa fengið afsökunarbeiðni frá fyrrum kylfusveini sínum, Steve Williams vegna kynþáttaníðs hans og að þeir tveir hafi hittst og tekist í hendur fyrr í dag (þriðjudaginn 8. nóvember) í The Lakes Golf Club fyrir Australian Open.

Óviðeigandi ummæli Williams féllu í kaddýpartýi s.l. föstudag, í Shanghaí.

Í ljósi 12 ára frábærrar samvinnu Tiger Woods og Steve William sagði Tiger að ummæli Steve hefðu verið „særandi… rangt hefði verið að hafa þau uppi og þau væru nokkuð sem (Steve) hefði gengist við.  Steve er ekki kynþáttahatari.“
Tiger sagðist ekki ætla að krefjast þess að Steve yrði refsað. Talsmenn PGA Tour og Evróputúrsins hafa þegar sagst ekki ætla að refsa Steve Williams fyrir ummæli hans.
Steve var kylfusveinn Tiger á hátindum velgengni hans á fyrsta tug 21. aldar, en var látinn fara frá Tiger s.l. sumar.

Aðspurður um ástæður fjandskapar milli þeirra sagði Tiger: „Það er bara á milli Stevie og mín. Við höfum farið í gegnum þetta og látum kyrrt liggja héðan í frá.“

Heimild: Golfweek