Phil Mickelson
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 9. 2012 | 17:30

Tilboði Phil Mickelson í Padres tekið

Helgin hjá Phil Mickelson var alls ekki slæm. Hann slakaði bara á heima, eftir að hafa ekki náð niðurskurði á Greenbrier Classic, var þess í stað boðið á Opna skoska, sem hann þáði og síðan var tilboði hans í Padres, hafnarboltaliðið, sem hann hélt með þegar hann var lítill tekið.

Tilboði Mickelson Group í Padres, þar sem Dodgers eigandinn fyrrverandi Peter O´Malley er fremstur í flokki var tekið s.l. laugardag.

Kaupverðið á liðinu er sagt vera $800 milljónir. Hversu stór hlutur Mickelsons í samningnum er fylgir ekki sögunni. En Padres er sigursælt lið hefir 5 sinnum sigrað í 43 ára sögu sinni. Frábært hjá Phil að kaupa liðið sem hann hélt með þegar hann var lítill – miklu betra heldur en að fá hitaslag í hitabylgjunni á Greenbrier í Vestur-Virginíu!

Heimild: Golf.com