Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 9. 2012 | 12:12

Tinna á -2 undir pari eftir 9 holur á La Manga

Tinna Jóhannsdóttir, GK, hóf  leik í morgun á La Manga kl. 8:55 að íslenskum tíma. Eftir 9 spilaðar holur var hún -2 undir pari. Tinna byrjaði á 10. teig Norður-vallarins, sem er par-71. Hún fékk skolla á par-4 11. brautina, sem þykir frekar erfið braut. Eftir það náði hún sér hins vegar á strik og fékk 3 fugla: á 14. braut (par-4); 15. braut (par-5) og 17. braut (par-4).

Sjá má umfjöllun Golf  1 um La Manga golfvöllinn með því að smella HÉR:

Sjá má stöðuna á La Manga á 2. degi með því að smella HÉR: