Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 13. 2012 | 19:30

Tinna bætti sig um 2 högg á Dinard Ladies Open… en komst ekki gegnum niðurskurð

Tinna Jóhannsdóttir, GK, lauk við að spila 2. hringinn, í Dinard Ladies Open mótinu, sem er hluti LET Access mótaraðarinnar.  Völlurinn er par-69 af kvennateigum, hannaður af Skotanum Tom Dunn og 2. elsti golfvöllur Frakklands. Klúbbhús golfklúbbsins í  Saint Briac Sur Mer er hannað í flottum Art Deco stíl (svipað og margar byggingar á Miami! 🙂 )

Klúbbhús Golf Dinard í Saint Briac Sur Mer.

Tinna spilaði í dag á 76 höggum, sem er +7 yfir pari en var +9 yfir pari í gær og því bætti hún sig um tvö högg milli daga… en komst ekki í gegnum niðurskurð. Hún lauk keppni T-77.

Niðurskurður var miðaður við +5 og komust 28 stúlkur áfram á lokahringinn, sem spilaður verður á morgun.

Meðal þeirra sem komust áfram eru forystukona mótsins, hin franska Marion Ricordeau, sem spilaði hringina 2 á samtals -5 undir pari. kynskiptingurinn danski Mianne Bagger, rússneska stúlkan Anastasia Kostina, breska bítlastelpan Carly Booth (pabbi hennar var rótari fyrir Bítlana); frönsku stúlkurnar Julie Greciet og Jade Schaeffer;  en fyrir utan að vera heimavanar þá hafa báðar spilað á LET, t.a.m sigraði Jade á  Raiffeisenbank Prague Masters í fyrra.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á Dinard Ladies Open á LET Access smellið HÉR: