Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 30. 2011 | 08:45

Tinna Jóhannsdóttir og Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili tilnefnd til titilsins „Íþróttamaður Hafnarfjarðar 2011”

Axel Bóasson, GK og Tinna Jóhannsdóttir, GK voru tilnefnd sem íþróttamenn Hafnarfjarðar 2011 en útnefning íþróttamanns Hafnarfjarðar fór fram í gær við fjölmenna athöfn í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði, þar sem 21 íþróttamenn hlutu viðurkenningar.

Axel Bóasson, GK. Einn besti kylfingur landsins.

Axel er „Sleggja ársins 2011” en keppnin þar um fór fram á undan Íslandsmótinu í höggleik í sumar, þar sem Axel varð Íslandsmeistari. Tinna er nýorðin atvinnumaður í golfi og stefnir á að komast á Evrópumótaröð kvenna. Hún vann 2 mót af 3, sem hún tók þátt í á Eimskipsmótaröðinni í sumar.

Hrafnhildur Lúthersdóttir, Sundfélagi Hafnarfjarðar og Eyjólfur Þorsteinsson úr Hestamannafélaginu Sörla hlutu titilinn „Íþróttamaður Hafnarfjarðar 2011” að þessu sinni.

Aðrir íþróttamenn, sem hlutu viðurkenningar eru (í stafrófsröð):

Aron Rafn Eðvarðsson Haukar Handknattleikur

Axel Bóasson GK Keilir Golf

Birna Björnsdóttir SH Þríþraut

Bryndís Einarsdóttir AÍH Akstursíþróttir

Dóra Hlín Loftsdóttir FH Frjálsar íþróttir

Eyjólfur Þorsteinsson Sörli Hestaíþróttir

Freyja H. Jósepsdóttir Björk Fimleikar

Hilmar Örn Jónsson FH Skylmingar

Hjördís Rósa Guðmundsdóttir BH Tennis

Hrafn Traustason SH Sund

Hrafnhildur Lúthersdóttir SH Sund

Kolbrún Alda Stefánsdóttir Íþr.f Fjörður Sund

Matthías Vilhjálmsson FH Knattspyrna

Óðinn Björn Þorsteinsson FH Frjálsar íþróttir

Ólafur A. Guðmundsson FH Handknattleikur

Pálmi Guðlaugsson Íþr.f Fjörður Sund

Sara Rós Jakobsdóttir DÍH Dans

Sigurður Már Atlason DÍH Dans

Sigurþór Jóhannesson SÍH Skotíþróttir

Tinna Jóhannsdóttir GK Keilir Golf

Torben Gregersen SH Þríþraut