Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2012 | 08:30

Tinna spilaði vel – á 74 höggum… en komst ekki í gegnum niðurskurð á Spáni

Tinna Jóhannsdóttir, GK, lauk keppni í gær á i Banesto Tour Zaragoza mótinu, sem haldið var í Club de Golf la Peñaza, í Zaragoza, á Spáni.  Nú er maður farin að kannast við hana, en hún bætti sig um 7 högg milli hringja spilaði 2. hring á 74 höggum.  Það nægði því miður ekki til þess að komast í gegnum niðurskurð, en Tinna spilaði fyrri hringinn á + 9 yfir pari, 81 höggi. Hún stökk samt upp í 65. sæti eftir 74 högga hringinn, en var í 72. sæti, eftir fyrri daginn.

Aðeins 26 efstu stúlkurnar af 87 þátttakendum í mótinu fá að spila 3. og lokahring mótsins, sem fram fer í dag. Niðurskurðurinn var miðaður við samtals +3 yfir pari.

Sú sem er efst eftir 2 hringi er hollenska stúlkan Marjet Van Der Graaff, en hún er búin að spila hringina tvo á -4 undir pari (71 69).

Næsta mót sem Tinna tekur þátt í, fer fram 10.-12. maí n.k. í Kristianstad Golf Club í Ahus, Svíþjóð. 

Til þess að sjá stöðuna á Banesto Tour Zaragoza mótinu eftir 2. hring, smellið HÉR: