Todd Baek með 25 högg á fyrri 9
Meðalkylfingurinn er kominn í 25 högg eftir 4-5 holur. Ímyndið ykkur að ná 25 höggum á hálfum golfhring!!!
Todd Baek tókst það s.l. sunnudag, þ.e. 16. september 2012…. og jafnvel hann trúði því ekki sjálfur.
Todd Baek, 20 ára stúdent úr Rancho Bernardo menntaskólanum og fyrrum kylfingur í San Diego State fékk 3 erni, 5 fugla og 1 par og fyrri 9 á hring þar sem hann var að leika sér Salt Creek Golf Club í Chula Vista. Alls gerði þetta 11 undir pari, 25 högg!!!
„Ég var undrandi,“ sagði Baek á mánudaginn. „Hvað er eiginlega að gerast hugsaði ég?“ Við vorum að spila með nokkra dollara undir, þannig að félagarnir voru að stríða mér á þessu. Þeir sögðu að ég yrði að hætta að fá fugla annars yrði ég að ganga heim.“
Baek var á betra skori en Brian Smock sem spilar á Nationwide Tour (nú Web.com Tour), en besta skorið þar eru 62 högg Smock. Baek var á 60 höggum, því seinni 9 hjá Baek voru upp á 35. Þetta fína skor var samt súrsætt því þó hann hafi náð inn á 18. flöt í tveimur höggum með sjéns á skori upp á 59 ef hann tvípúttaði, þá fór svo að hann þrípúttaði.
„Ég var reiðari út í mig að hafa klúðrað tækifærinu að vera á 59 höggum,“ sagði Baek. „En á heimleiðinni sögðu vinirnir: „Gerir þú þér grein fyrir að þú varst á 25 höggum fyrri 9? Við hlógum að þessu.“
Í lok hringsins fékk Baek skorkort sitt aðstoðarkennara Salt Creek, Armando Najera, sem staðfesti skorið og lét Baek skrifa undir kortið sem Najera geymdi síðan. Spilafélagar Baek voru Sejun Yoon, sem spilar á kanadíska túrnum,Wonje Choi úr Torrey Pines menntaskólanum og Kevin Lee frá Chula Vista, sem spilaði í bandaríska háskólagolfinu í Army háskólanum.
Skor upp á 25 hefir aldrei verið skráð á PGA Tour. Metið þar á Corey Pavin sem var 8 undir pari, eða á 26 höggum á US Bank Championship 2006. Fjórir kylfingar þ.á.m. Chris Riley frá San Diego hafa verið á 27 höggum á par-36, 9 holum.
Í maí 2010 var kanadíski golfkennarinn Jamie Kureluk á 25 höggum á seinni 9 þegar hann spilaði í Alberta Open. Hann fékk 7 fugla og 2 erni og var á 61 höggi.
Atvinnumenn tala um „fullkomna“ hringinn upp á 54 – þ.e. fugl á hverja holu. Baek var nálægt því að ná þeim hring (aðeins 6 högg frá því!!!)
Heimild: Vefsíða UTSanDiego.com
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024